Fyrsta markið kom gegn gömlu félögunum

Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni. Ljósmynd/Horsens

Horsens hafði betur gegn Vejle, 3:1, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kjartan Henry Finnbogason, sem kom til Horsens frá Vejle fyrir tímabilið, skoraði annað mark Horsens á 41. mínútu, en framherjinn átti stóran þátt í að Vejle komst upp í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

Markið var það fyrsta sem Kjartan skorar á leiktíðinni en hann gerði 17 mörk í 30 leikjum með Vejle á síðustu leiktíð. Hann fór af velli á 87. mínútu og í staðinn kom Ágúst Eðvald Hlynsson í sínum fyrsta leik með Horsens.

Ekki hefur gengið sem skildi hjá Horsens á leiktíðinni og var sigurinn sá fyrsti í tíu leikjum. Liðið er með sex stig í ellefta sæti af tólf liðum.

Ágúst Eðvald Hlynsson spilaði sinn fyrsta leik með Horsens.
Ágúst Eðvald Hlynsson spilaði sinn fyrsta leik með Horsens. Ljósmynd/Horsens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert