Fótbolti

Elín Metta getur ekki mætt Hollandi

Sindri Sverrisson skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir í leik gegn Írlandi í sumar.
Svava Rós Guðmundsdóttir í leik gegn Írlandi í sumar. vísir/Hulda Margrét

Svava Rós Guðmundsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í fótbolta sem hefur í vikunni undirbúning fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands.

Valskonan Elín Metta Jensen varð að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, samkvæmt tilkynningu frá KSÍ í dag. Svava, sem leikur með Bordeaux í Frakklandi, var því kölluð inn í hennar stað.

Svava, sem er 25 ára gömul, á að baki 25 A-landsleiki og var meðal annars með í síðasta landsliðsverkefni þegar Ísland mætti Írlandi í júní.

Elín Metta var markahæst í íslenska landsliðinu í síðustu undankeppni, þegar Ísland vann sig inn á EM, með sex mörk í átta leikjum.

Ísland og Holland mætast á Laugardalsvelli á þriðjudaginn í næstu viku í fyrsta leik í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×