Þýskaland flóðin miklu

Steypiregnið ógurlega

Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif á tjónnæmið.

Þann 31. ágúst 2014 var gosið í Holu­hrauni á allra vörum eftir að 600 metra löng gossprunga hafði opn­ast í kjöl­farið á æsi­legri atburða­rás dag­ana á und­an. Færri veittu athygli á frétt sem sagði frá ský­falli í Kaup­manna­höfn og Mal­mö.

Morgunblaðið 1. september 2014.

„Bílar á kaf og vegir lok­uð­ust“ sagði í fyr­ir­sögn í Morg­un­blað­inu dag­inn eft­ir. Ræsin höfðu ekki undan og í Kaup­manna­höfn vakti það athygli mína að hús Veð­ur­stof­unnar dönsku í Lyngby var umflotið og vatn komst að stóru spá­tölvu DMI. Hún var reyndar nokkru síðar flutt alla leið­ina til Íslands og end­ur­nýjuð í leið­inni en það allt er önnur saga.

Kannski ekki til frá­sagnar nema að sama dag gerði í Reykja­vík umtals­vert úrhelli. Svo mikið að nið­ur­föllin í hluta borg­ar­innar réðu ekki við vatns­flaum­inn. Flæddi m.a. um alla ganga Breiða­gerð­is­skóla eins og sagt er frá í úrklipp­unni úr sama blaði frá því dag­inn eftir (1. sept­em­ber). Á tveimur klukku­stundum um morg­un­inn, frá kl. 5 til 7, mæld­ust á Veð­ur­stof­unni 25 mm í þess­ari dembu. Það er með því allra mesta sem ger­ist á ekki lengri tíma og nán­ast eins­dæmi í Reykja­vík.

Auglýsing

Þetta er rifjað upp hér eftir mann­skætt steypiregn síð­ustu daga. Ann­ars vegar í Rín­ar­hér­uðum Þýska­lands sem og aust­ast í Belgíu og Hollandi. Sú mikla úrkoma sem féll stað­bundið í tvo til þrjá daga kom íbúum greini­lega í opna skjöldu og ljóst að hættan af aftaka úrkomu var yfir­völdum fram­andi og þá ekki síður almenn­ingi. Eðli­lega er mikil umræða um það í þessum ríkjum hvernig það gat gerst að yfir 200 manns skyldu bíða bana þegar vissu­lega hefði verið hægt að forða fólki frá þessum aðstæðum í tæka tíð. Mann­skæð­ustu nátt­úru­ham­farir í Þýska­landi í ára­tugi og Þjóð­verjar segja sjálfir: Flóð verða í fátæk­ari ríkj­unum – ekki hjá okk­ur!

Nokkrum dögum seinna fóru að ber­ast fréttir frá Hen­an-hér­aði í Kína af öðrum mann­skæðum flóð­um. Þar rigndi lát­laust í 3 til 4 daga og svo ákaft var steypiregnið að á einni mæli­stöð­inni kom þriðj­ungur ársúr­kom­unnar á aðeins einni klukku­stund. Flóð af völdum regns eru ekki óal­geng í hinu fjöl­menna Hen­an-hér­aði en nú var rign­ing bæði meiri og ákaf­ari en áður hefur sést.

Mættisúrkoma er hún kölluð, sú sýndarúrkoma sem að rakinn í lofti á hverjum stað gefur til kynna. Gagnleg spákort sem gefa til kynna úrkomu, ef við gefum okkar það að mest allur rakinn fari úr loftinu á 6 klukkustundum. Sjá má vestast á spákortinu einskonar á eða færiband þar sem möguleg úrkoma reiknast um 50-60 mm. Rakafæribönd eins og þetta er helst að finna þar sem hlýtt og rakt loft mætir svalara. Í Þýskalandi á dögunum var málið snúnara þar sem svalt loft skar sig frá sumarhlýju lofti með þeirri afleiðingu að raki í lægri lögum yfir Mið-Evrópu dróst í áttina að einskonar öfugu niðurfalli, afmarkuðu svæði með kröftugu uppstreymi. Og einmitt þar hellirigndi. Tilviljun réði því í raun hvar rigndi mest.

Líkja má við svamp

Við erum ekki að tala um flóð af völdum monsún­rign­inga, heldur ekki sem hita­belt­is­lægðir bera með sér og getur valdið ógn og skelf­ingu. Til aðgrein­ingar frá ofsa­fengnum og stað­bundnum skúrum sem standa í skamma stund getum við kallað það steypiregn þegar himn­arnir hvolfa úr sér frá örfáum klukku­stundum upp í 3 til 5 daga sam­fellt. Flóð af völdum rign­ing­ar­tíðar eða leys­inga í nokkra daga eða vikur eru líka ann­ars eðl­is. Aðdrag­and­inn er þá lengri og umflotin svæði þekkt frá fyrri atburð­um. Og þótt eigna­tjón geti orðið mikið í slíkum vatna­gangi er oft­ast hægt að forða mann­tjóni, jafn­vel á þétt­býlum svæð­um. Menn hafa ein­fald­lega lært með tím­anum að lifa með hætt­unni.

Steypiregnið er klár­lega orðið tíð­ara og umfangs­meira en áður var. Öll rök hníga að teng­ingu við hlýnun loft­hjúps jarð­ar. Talað er um auknar öfgar í veðri sem eina birt­ing­ar­mynd lofts­lags­breyt­ing­anna. Í þeim skiln­ingi að stærra úts­lag verði á sveifl­um, t.d. frá hitum og þurrkum yfir í snjó og kulda. En í til­viki flóð­anna hefur land­mót­un, aukið þétt­býli og minni skiln­ingur sam­fé­laga á eðli vatns­falla einnig áhrif á tjón­næm­ið. Um það deilir eng­inn.

Gríðarleg flóð hafa verið í Hunan-héraði í Kína.
EPA

Steypiregnið er samt öfga­kennt veður þar sem úrkomu­á­kefðin er meiri. Hana er auð­velt að mæla. Til­tölu­lega ein­föld eðl­is­fræði skýrir síðan ágæt­lega hvers vegna ákefðin vex.

Það er vel þekkt að með hlýnun eykst geta lofts­ins til að taka til sín meiri raka. Fyrir 1°C um 7%. Eins stigs hlýnun er um það bil sú sem mælst hefur til jafn­aðar nærri yfir­borði jarðar á síð­ustu 100 árum. Með hærri sjáv­ar­hita verður upp­gufunin einnig meiri. Rak­inn getur safn­ast upp í lægri lögum í daga og vikur án þess að úrkoma falli að nokkru ráði. Loft­hjúp­ur­inn er eins og svampur sem smám saman hefur aukið getu sína til að safna í sig vatni. Gjarnan er talað um að loft uppi í 1.000 til 1.500 metra hæð sé rakt þegar í því eru 10-14 grömm af vatni í hverjum rúmmetra. Í þeirri hæð fellur rak­inn treg­lega úr lofti, einna helst með fín­gerðum sudda.

En eigi úrkoma að falla þarf að þvinga rakt loftið upp á við í þær hæðir þar sem er tals­vert frost. Þar skap­ast á end­anum skil­yrði til að fram­kalla úrkomu í raka­mett­uðu loft­inu. Oft­ast er upp­streymið hæg­fara nokkrir sm/­sek t.d. í lægðum og úrkoman sem fellur fyr­ir­séð og „venju­leg“ í flestum skiln­ingi. En við viss strauma­mót eða -hvörf í vindum í 3 – 9 kíló­metra hæð getur orðið mjög öfl­ugt upp­streymi, 2-5 m/s. Sé loftið að neðan þrungið raka verður þá sem svamp­ur­inn sé kreistur í einum vett­vangi. Stundum hjálpar upp­hitun sólar á landi til, en svona ferli geta líka hæg­lega byrjað að næt­ur­lagi eða yfir hafi. Veð­ur­lík­önin ná oft­ast að spá nokkuð nákvæmu úrkomu­magni við hæg­fara upp­streymi. Þá er talað um línu­leg ferli sem auð­velt er að herma.

Auglýsing

Hreyf­ingar í kröft­ugu upp­streymi eru frekar sagðar ólínu­legar og mun erf­ið­ari við­fangs. Má líkja við gos­hver eins og Strokk þar sem gos eru ólínu­leg og illa fyr­ir­séð sam­an­borið við Geysi sem í dag er lygn hver með jöfnu rennsli út fyrir skálar­barmana. En rétt er samt að geta þess að spálíkön náðu ágæt­lega umfangi og stað­setn­ingu mestu úrkom­unnar í Þýska­landi. Þar var það frekar við­bragð og við­bún­að­ur­inn sem brást þó svo að flóða­við­var­anir hefðu verið gefnar út.

Færi­band raka og Seyð­is­fjörður

En hvað með met rign­ing­arnar á Seyð­is­firði í des­em­ber? Var það steypiregn sam­kvæmt skil­grein­ing­unni? Já og nei. Rigndi yfir 570 mm í 5 daga og nán­ast sam­fellt allan þann tíma. Sam­bæri­legt við hæstu tölur sem frést hefur af í Hunan í Kína. Rakt loft barst langt sunnan úr höfum og rakasta loftið var eins og á (e. atmospheric river) sem lá eins og mjór ormur í sveig hingað norður eft­ir. Kjarni hans kom á land út á norð­an­verðum Aust­fjörð­um. Þvingun lofts­ins yfir fjöllin í A-átt­inni olli stað­bundu upp­streymi sem jók veru­lega á úrkomu­á­kefð­ina.

Aurskriður ruddu mörgum húsum í burtu á Seyðisfirði í desember.
Almannavarnir

Á meðan raka­færi­bandið lá yfir Seyð­is­firði og nágranna­svæðum hélt áfram að rigna og til fjalla snjó­aði gríð­ar­lega þessa daga. Veð­ur­staða með færi­band raka yfir há fjöllin eystra er vel kunn, en sýna má fram á með ein­földum sam­an­burði þá og nú að loftið úr suðri hafi verið hlýrra en við við­líka aðstæður og þar með vatns­þrugn­ara. Þess vegna rigndi meira en ann­ars hefði gert. Aftur ein­föld eðl­is­fræði. En vissu­lega var það til­viljun að rign­ing­ar­orm­ur­inn ógur­legi hafi stað­næmst svo að segja í nokkra daga stað þess að halda för sinni áfram til norð­urs eða aust­urs eins og oft­ast er raun­in.

Í annarri grein ætla ég að huga nánar að teng­ingu slíkra atburða við hlýnun lofts­lags og hversu stað­bundið steypiregnið getur orðið og vanda­samt í spám í miklu þétt­býli. Í borgum er steypiregn vax­andi vanda­mál og veldur því að end­ur­hugsa og -hanna þarf frá­rennsl­is­kerfi svo veita megi vatni burtu. Skoðum líka Reykja­vík­ur­svæðið sér­stak­lega og veltum upp mesta hugs­an­lega steypiregni og hor­f­unum næstu 100 árin eða svo.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit