Handbolti

Gísli Þorgeir líka smitaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gísli hefur farið á kostum á EM en er nú úr leik.
Gísli hefur farið á kostum á EM en er nú úr leik. vísir/epa

Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid.

Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson eru allir greindir með Covid-19 og verða því ekki með í næstu leikjum liðsins.

Það verða því aðeins fjórtán leikmenn á skýrslu í kvöld þar sem sex eru smitaður.

Gísli fékk jákvætt úr hraðprófi eftir hádegi í dag og PCR-próf staðfesti síðan smitið.

HSÍ hefur einnig staðfest frétt Vísis um að þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson séu á leið út. Fleiri gætu fylgt í kjölfarið.

Bjarki Már, sem eðli máls samkvæmt er gríðarlega svekktur með stöðu mála, hefur gagnrýnt hvernig staðið er að málum hvað sóttvarnir varðar á hóteli liðsins ytra.


Tengdar fréttir

Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin

Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna.

Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits

Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×