fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
433Sport

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. maí 2024 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, áhrifamaður í íslenskum fótbolta og öflugur viðskiptamaður segir erlenda aðila ekki skilja upp né niður í því að hér á landi séu byggðar knattspyrnuhallir fyrir fleiri milljarða.

Jón Rúnar segir að aðilar sem tengjast ECA, sem eru samtök knattspyrnufélaga í Evrópu ekki botna neitt í þessu.

Jón sem var lengi vel formaður FH hefur komið að því að byggja knatthallir FH-ingar sem ekki eru upphitaðar. Köld hús sem koma í veg fyrir veður og vind, eitthvað sem Jón segir að tíðkist í Evrópu.

„Þetta er svo mikið rugl, fábjánagangur. Þetta er bling-gangur eins og krakkarnir sögðu,“ sagði Jón Rúnar í Chess after dark hlaðvarpinu.

Hann segir að það sé verra fyrir knattspyrnumenn að æfa í upphituðum höllum eins og eru í Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík og víðar.

„Ég bendi á Erling Haaland, ólst upp í Noregi og ólst upp í svona höllum. Í upphitaðri höll eru loftskipti hægari, súrefnisupptaka er minni, leikurinn er hægari. Svo segja menn að það sé svo óþægilegt að vera í kuldanum, þú þarft að hreyfa þig. Við erum að sækja skjól fyrir snjó, rigningu og vindi.“

Hallir sem eru upphitaðar kosta miklu meira en höll eins og FH hefur byggt, líklega fimm eða sex sinnum meira.

„Það að vera að byggja hallir 5 og 6 milljarða, svo hafa klúbbarnir ekki efni á því að kaupa sér samloku á ferðalagi. Þetta er galið.“

„Það skilur þetta enginn í útlöndum, ekki nokkur maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rooney glerharður í beinni og ráðleggur United að gera þetta í sumar

Rooney glerharður í beinni og ráðleggur United að gera þetta í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Keypti sér nýjan 120 milljóna króna bíl eftir að hafa stútað hinum

Keypti sér nýjan 120 milljóna króna bíl eftir að hafa stútað hinum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmenn United brjálaðir – Fengu að vita þetta í gegnum SMS

Leikmenn United brjálaðir – Fengu að vita þetta í gegnum SMS
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United vill Watkins en það yrði ansi snúið að landa honum

United vill Watkins en það yrði ansi snúið að landa honum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea fær hátt í milljarð í viðbót fyrir Hazard þó hann sé löngu hættur

Chelsea fær hátt í milljarð í viðbót fyrir Hazard þó hann sé löngu hættur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fá hugsanlega ekki að taka þátt vegna tengsla við Manchester City

Fá hugsanlega ekki að taka þátt vegna tengsla við Manchester City
433Sport
Í gær

Frimpong vill fara í sumar – Þessi fjögur stórlið hafa áhuga

Frimpong vill fara í sumar – Þessi fjögur stórlið hafa áhuga
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa sett sig í samband við öflugan miðjumann

Arsenal sagt hafa sett sig í samband við öflugan miðjumann