Styttingin þungur baggi

Athygli vekur að útsvarstekjur sveitarfélaganna dugðu ekki fyrir launakostnaðinum á …
Athygli vekur að útsvarstekjur sveitarfélaganna dugðu ekki fyrir launakostnaðinum á síðasta ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Ársreikningar 63 af 69 sveitarfélögum sýna að nærri níu milljarða króna tap varð af rekstri A-hluta sveitarfélaganna á síðasta ári, borið saman við nærri 15 milljarða hagnað þeirra árið 2019. Í þessum 63 sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.

Þetta sýnir samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningunum. Formaður sambandsins, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir lakari afkomu sveitarfélaganna mikið áhyggjuefni. Er svo komið að útvarstekjurnar duga ekki fyrir heildarlaunakostnaði.

„Það er alveg ljóst að sveitarstjórnarmönnum er vandi á höndum þar sem reglulegar tekjur duga í mörgum tilfellum ekki fyrir útgjöldum. Þungi lífeyrissjóðakerfisins á bara eftir að aukast á næstu árum með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og það verður glíma til framtíðar að ná endum saman í því kerfi,“ segir Aldís, en lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaga halda áfram að aukast.

Stytting vinnutímans hefur líka bitnað á bókhaldi þeirra. Aldís segir að styttingin eigi eftir að reynast þungur baggi, nokkuð sem ekki hafi verið samið um þegar ákveðið var að breyta vinnutímanum.

„Þetta er áhyggjuefni enda gerir tekjumódel sveitarfélaga ekki ráð fyrir þessum gríðarlega aukna kostnaði. Ljóst er að til lengri tíma litið lendir þessi kostnaður með auknum þunga á íbúum enda ekki öðrum til að dreifa til að greiða aukinn rekstrarkostnað,“ segir Aldís.

Hún segir sveitarfélögin þrátt fyrir allt sjá fram á bjartari tíma. Kosningar verða á næsta ári og viðbúið sé að framkvæmdagleði sveitarfélaga aukist.

Sveitarfélögin hafa... 14

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert