Uber tekur við kannabispöntunum

AFP

Uber í Kanada tekur nú við pöntunum á kannabis í gegnum Uber eats-heimsendingarþjónustuna sína. Þetta tilkynnti fyrirtækið í dag.

Þeir sem panta kannabis í gegnum Uber eats geta þó aðeins gert það innan fylkisins Ontario og þurfa að sækja varninginn til umboðssölunnar Tokyo Smoke. Í Ontario eru 50 slíkar verslanir og áform um opnun sex til viðbótar.

Afgreitt á innan við klukkustund

Um er að ræða sérstakan samning milli Uber og Tokyo Smoke, sem gerir notendum Uber kleift að leggja inn pöntun fyrir kannabis og tilheyrandi varningi, í gegnum smáforrit Uber. 

Til þess að ganga úr skugga um að kaupendur hafi náð löglegum aldri til að kaupa kannabis, samkvæmt kanadískum lögum, verður krafist skilríkja við afhendingu.

Pantanir verða afgreiddar á innan við klukkutíma svo notendur eigi þess kost að nálgast kannabisefnið hratt og örugglega.

Kanada lögleiddi kannabis árið 2018. Fyrir lögleiðinguna sýndu kannanir fram á að 15 prósent íbúa hefðu notað kannabis, en árið 2020 sögðust tæplega 17 prósent þeirra hafa notað kannabis.

Kanada lögleiddi kannabisneyslu árið 2018, síðan þá hefur hún aukist …
Kanada lögleiddi kannabisneyslu árið 2018, síðan þá hefur hún aukist um tvö prósentustig. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert