Helmingur vísindakvenna orðið fyrir kynferðislegri áreitni

Stærsti hluti áreitninnar átti sér stað í upphafi starfsferils vísindakvennanna.
Stærsti hluti áreitninnar átti sér stað í upphafi starfsferils vísindakvennanna. AFP

Helmingur vísindakvenna um allan heim hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á starfsferlinum.

Þetta kom fram í könnun sem náði til 5.000 vísindamanna í 117 löndum. Þar greindu 49% vísindakvenna frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni a.m.k. einu sinni.

Stærsti hluti áreitninnar átti sér stað í upphafi starfsferils fórnarlambanna en fjórðungur svarenda sögðu að ítrekað hefði verið vísað til þeirra sem stelpu, dúkku, barns eða skvísu á óviðeigandi hátt. Þá sögðu 65% þeirra sem höfðu orðið fyrir áreitni að hún hefði haft neikvæð áhrif á starfsferil þeirra.

Konur verði að upplifa sig öruggar

Næstum helmingur tilvikanna átti sér stað eftir að MeToo-byltingin hófst árið 2007.

„Þetta staðfestir að ekki hefur verið nægjanleg bylting innan vísindanna frá því MeToo-hreyfingin fór af stað,“ sagði Alexandra Palt hjá L'Oréal og bætti við að ef nýta eigi framlag kvenna í rannsóknum til fulls verði þær að upplifa sig öruggar.

Aðeins 33% vísindamanna um allan heim eru konur og einungis 4% nóbelsverðlaunahafa í vísindum hafa verið konur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert