Vetrarfærð og flughálka

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og flughálka á nokkrum stöðum á Vestfjörðum, Suðurlandi og á Suðausturlandi. Eins er flughált á Mosfellsheiði og á Þingvallavegi segir á vef Vegagerðarinnar.

Flughálka er í Ísafjarðardjúpi, Tungudal, Gemlufallsheiði og á köflum í Dýrafirði og einnig á nokkrum fáfarnari leiðum. Hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum Vestfjarða.

Lokað er yfir Öxi og Breiðdalsheiði vegna flughálku á svæðinu. Flughálka er mjög víða á Suðausturlandi. Á Suðurlandi er flughálka á Mosfellsheiði, Þingvallavegi sem og á Skeiðavegi og mjög víða á svæðinu, unnið er að hálkuvörnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert