Ellefu koma til greina sem besti leikmaður heims

Neymar, Kylian Mbappé og Lionel Messi eru allir tilnefndir.
Neymar, Kylian Mbappé og Lionel Messi eru allir tilnefndir. AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt lista yfir þá ellefu knattspyrnumenn sem koma til greina sem leikmaður ársins hjá sambandinu.

Stórlið París SG í Frakklandi á þrjá fulltrúa á listanum; Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar en Messi gekk til liðs við PSG frá Barcelona í sumar.

Kvennamegin eiga Evrópumeistarar Barcelona fjóra fulltrúa á listanum; Aitana Bonmatí, Caroline Hansen, Jennifer Hermoso og Alexia Putellas.

Þá verður einnig kosið um þjálfara ársins í karla- og kvennaflokki og markmenn ársins, í karla- og kvennaflokki en það eru landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, fjölmiðlamenn og knattspyrnuðáhugamenn sem koma að kjörinu.

Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan:

Leikmaður ársins í karlaflokki:

  • Karim Benzema (Frakkland / Real Madrid)
  • Kevin De Bruyne (Belgía / Manchester City)
  • Cristiano Ronaldo (Portúgal / Juventus FC / Manchester United)
  • Erling Haaland (Noregur / BV Borussia Dortmund)
  • Jorginho (Ítalía / Chelsea)
  • N’Golo Kanté (Frakkland / Chelsea)
  • Robert Lewandowski (Pólland / Bayern München)
  • Kylian Mbappé (Frakkland / PSG)
  • Lionel Messi (Argentína / Barcelona / PSG)
  • Neymar (Brasilía / PSG)
  • Mohamed Salah (Egyptaland / Liverpool)

Leikmaður ársins í kvennaflokki:

  • Stina Blackstenius (Svíþjóð / Häcken)
  • Aitana Bonmatí (Spánn / Barcelona)
  • Lucy Bronze (England / Manchester City)
  • Magdalena Eriksson (Svíþjóð / Chelsea)
  • Caroline Graham Hansen (Noregur / Barcelona)
  • Pernille Harder (Danmörk / Chelsea)
  • Jennifer Hermoso (Spánn / Barcelona)
  • Ji Soyun (Suður-Kórea / Chelsea)
  • Sam Kerr (Ástralia / Chelsea)
  • Vivianne Miedema (Holland / Arsenal)
  • Alexia Putellas (Spánn / Barcelona)
  • Christine Sinclair (Kanada / Portland Thorns)
  • Ellen White (England / Manchester City)

Þjálfari ársins í kvennaflokki:

  • Lluís Cortés (Barcelona)
  • Peter Gerhardsson (Sænska kvennalandsliðið)
  • Emma Hayes (Chelsea) 
  • Beverly Priestman (Kanadíska landsliðið)
  • Sarina Wiegman (Hollenska- og enska landsliðið)

Þjálfari ársins í karlaflokki:

  • Antonio Conte (Inter Mílanó og Tottenham)
  • Hansi Flick (Bayern München og þýska landsliðið)
  • Pep Guardiola (Manchester City)
  • Roberto Mancini (Italy / Italian national team)
  • Lionel Sebastián Scaloni (Argentínska landsliðið)
  • Diego Simeone (Atlético de Madrid)
  • Thomas Tuchel (Chelsea)

Markvörður ársins í kvennaflokki:

  • Ann-Katrin Berger (Þýskaland / Chelsea)
  • Christiane Endler (Síle / PSG / Lyon)
  • Stephanie Lynn Marie Labbé (Kanada / Rosengård / PSG)
  • Hedvig Lindahl (Svíþjóð / Atlético Madrid)
  • Alyssa Naeher (Bandaríkin / Chicago Red Stars)

Markvörður ársins í karlaflokki:

  • Alisson Becker (Brasilía / Liverpool)
  • Gianluigi Donnarumma (Ítalía / AC Milan / PSG)
  • Édouard Mendy (Senegal / Chelsea)
  • Manuel Neuer (Þýskaland / Bayern München)
  • Kasper Schmeichel (Danmörk / Leicester City)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert