Notaði gervihönd til að sleppa við bólusetningu

Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll, ekki frá Ítalíu.
Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll, ekki frá Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ítalskur maður á fimmtugsaldri sem vildi fá hið eftirsótta Covid-bóluefnavottorð án þess að fara í bólusetningu mætti með sílikon yfir öxlina í von um það að hjúkrunarfræðingur sem sæi um bólusetninguna myndi ekki taka eftir því.

Því miður fyrir hann, var hjúkrunarfræðingurinn ekki auðveldlega plataður og tilkynnti manninn til lögreglu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Hjúkrunarfræðingurinn sagði í viðtali við miðla í Ítalíu að þegar maðurinn hafi brett upp ermina sína hafi hún fundið fyrir kaldri og gúmmíkenndri húð, einnig sá hún að húðlitur mannsins og sílikonsins passaði ekki saman.

Þegar hjúkrunarfræðingurinn kom upp um manninn reyndi hann að sannfæra hana um það að segja engum frá en í stað þess tilkynnti hún manninn til lögreglu fyrir svik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert