30. janúar 2024 kl. 21:15
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Biden hefur ákveðið hvernig árásar verður hefnt

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa ákveðið hvernig hann ætlar að hefna fyrir drónaárás á bandaríska hermenn í Jórdaníu á sunnudag. Hann ræddi við blaðamenn í dag, rétt áður en hann hélt til Flórída á kosningafundi.

Þrír féllu í árásinni sem var gerð á bækistöð Bandaríkjahers við landamæri Jórdaníu að Sýrlandi. Biden segir skæruliðahópa, studda af Írönum, ábyrga fyrir árásinni. Slíkur hópur í Írak lýsti því yfir í dag að ekki yrðu gerðar frekari árásir á bandaríska hermenn.

Óttast er að þetta geti leitt til enn frekari útbreiðslu átaka. Biden kveðst ekki vilja að þróunin verði á þá leið.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, á leið um borð í þyrlu. Fyrir framan hann eru fjöldi blaðamanna.
AP / Andrew Harnik