Brislingur farinn að hrygna við landið

Brisling er að finna í stórum torfum. Fiskurinn hefur einnig …
Brisling er að finna í stórum torfum. Fiskurinn hefur einnig verið þekktur sem rússneskar sardínur en heitir á latínu sprattus sprattus. Ljósmynd/Erling Svendsen/Ocean Photo/Artsdatabanken

Staðfest hefur verið að brislingur hrygndi í Ísafjarðardjúpi á síðasta ári og trúlega hefur hrygning átt sér stað á fleiri stöðum. Fiskum af tegundinni hefur farið fjölgandi á síðustu árum, en hún fannst fyrst við landið, svo staðfest sé, árið 2017.

Hrygning við landið er talin auka líkur á að brislingur nái fótfestu hér og til framtíðar verði hægt að nýta hann. Jón Sólmundsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, vill þó hafa fyrirvara á og segir að hitastig og aðrar umhverfisaðstæður muni ráða mestu um hvort brislingur festir sig í sessi og verði mikilvæg tegund í vistkerfi Íslandsmiða.

Líkur ungsíld

Jón telur ekki ólíklegt að eitthvað af brislingi hafi farið fram hjá mönnum við rannsóknir síðustu ára enda sé brislingur líkur ungsíld. Tegundin gæti því hafa verið staðfest seinna en ella hér við land. Jón segir að á næstu árum þurfi að fylgjast með þróuninni og ef stofninn fari vaxandi þurfi að fylgjast með vexti hans með frekari rannsóknum, t.d. með flottrolli og bergmálsmælingum.

Líklegast er talið að lirfur brislings hafi borist til landsins með hafstraumum og þær síðan alist upp við landið. Kynþroska verður fiskurinn 2-3 ára, þá rúmlega 10 sentimetrar að lengd. Fiskar yfir 10 cm hafa fundist á nokkrum stöðum við landið og flestir brislingar sem hafa verið kynþroskagreindir hafa verið kynþroska. Brislingur er veiddur í einhverjum mæli í fjörðum og sundum við Færeyjar og er trúlegt að lirfurnar hafi borist þaðan.

Brislingur efst á myndinni og smásíld neðst, um 15 cm …
Brislingur efst á myndinni og smásíld neðst, um 15 cm langir fiskar. Brislingurinn er fjögurra ára en síldin eins árs. Brislingur er auðgreindur frá síld á þunnri kviðrönd með þunnum snarptenntum kili og á því að rætur kviðugga eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga. Einnig eru kvarnir brislings og síldar ólíkar. mbl.is

Jón tekur þó fram að hvorki egg, lirfur né fullorðnir fiskar hafi fundist á hafsvæðinu milli Íslands og Færeyja. Erfðasýnum hefur verið safnað úr íslenskum brislingi og mögulega gætu þau veitt upplýsingar um uppruna hans.

Um þessa nýju fisktegund við Ísland er fjallað í grein í Náttúrufræðingnum, útgefendur Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Þar kemur fram að árið 2017 veiddist brislingur í fyrsta sinn á Íslandsmiðum svo vitað sé. Á næstu árum fjölgaði brislingum sem veiddust við landið og í rannsóknarleiðangri í mars 2021 fengust alls 375 brislingar, einkum fyrir Suður- og Vesturlandi. Í leiðöngrum haustið 2021 fengust um 300 brislingar, nokkrir við Suðurland og í Faxaflóa en flestir í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi.

Danir stórtækastir

Brislingur er smávaxinn uppsjávarfiskur af síldaætt og algengur við strendur meginlands Evrópu allt suður til Afríku, einkum á minna en 50 metra dýpi. Frá árinu 1994 hefur ársaflinn yfirleitt verið 500-700 þúsund tonn.

Langstærstur hluti aflans er veiddur undan ströndum Norðvestur-Evrópu og eru Danir þar stórtækastir; veiddu um 37% heildaraflans á árunum 2010-2018. Þar á eftir komu Svíar með 14% og Pólverjar með 12%. Stærstur hluti aflans er unninn í mjöl og lýsi, en lítilsháttar markaður er fyrir hann til manneldis, ýmist ferskan, reyktan eða niðursoðinn, að því er fram kemur í greininni í Náttúrufræðingnum.

Ásamt Jóni Sólmundarsyni eru höfundar greinarinnar í Náttúrufræðingnum þau Jónbjörn Pálsson, Guðjón Már Sigurðsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Klara B. Jakobsdóttir, Nicholas Hoad og Valur Bogason.

Brislingur í dós er víða vinsælt.
Brislingur í dós er víða vinsælt. Ljósmynd/jules
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.5.24 414,63 kr/kg
Þorskur, slægður 5.5.24 530,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.5.24 209,93 kr/kg
Ýsa, slægð 5.5.24 144,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.5.24 156,16 kr/kg
Ufsi, slægður 5.5.24 192,11 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 5.5.24 158,96 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.939 kg
Samtals 2.939 kg
4.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 8.773 kg
Skarkoli 851 kg
Ýsa 444 kg
Þorskur 156 kg
Samtals 10.224 kg
4.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Samtals 2.877 kg
4.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.166 kg
Steinbítur 137 kg
Þorskur 77 kg
Ýsa 69 kg
Sandkoli 48 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 4.514 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.5.24 414,63 kr/kg
Þorskur, slægður 5.5.24 530,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.5.24 209,93 kr/kg
Ýsa, slægð 5.5.24 144,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.5.24 156,16 kr/kg
Ufsi, slægður 5.5.24 192,11 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 5.5.24 158,96 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.939 kg
Samtals 2.939 kg
4.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 8.773 kg
Skarkoli 851 kg
Ýsa 444 kg
Þorskur 156 kg
Samtals 10.224 kg
4.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Samtals 2.877 kg
4.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.166 kg
Steinbítur 137 kg
Þorskur 77 kg
Ýsa 69 kg
Sandkoli 48 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 4.514 kg

Skoða allar landanir »