Heppilegasta leið Borgarlínu frá Hamraborg í Smáralind liggi um íþróttasvæði Breiðabliks

Samkvæmt minnisblaði frá verkefnastofu Borgarlínu er heppilegra að Borgarlína fari um Hafnarfjarðarveg og Fífuhvammsveg en að leið hennar komi til með liggja um Digranesveg og Dalveg.

Á þessari mynd sjást valkostirnir tveir sem hafa verið rýndir að beiðni Kópavogsbæjar.
Á þessari mynd sjást valkostirnir tveir sem hafa verið rýndir að beiðni Kópavogsbæjar.
Auglýsing

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu rýndi í haust í kosti og galla tveggja mis­mun­andi leiða sem varða legu Borg­ar­línu á milli Hamra­borgar og Smára­lind­ar. Ein­dregin nið­ur­staða þeirrar vinnu var sú að betra sé að borg­ar­línu­leiðin á þessu svæði í Kópa­vogi komi til með að liggja um Hafn­ar­fjarð­ar­veg og Fífu­hvamms­veg í stað þess að liggja um Digra­nes­veg og Dal­veg.

Þetta kemur fram í minn­is­blaði verk­efna­stofu Borg­ar­línu um fram­kvæmd­ina, sem lagt var fram á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Kópa­vogs­bæjar í síð­ustu viku, en það var unnið að beiðni umhverf­is­sviðs Kópa­vogs­bæj­ar.

Í minn­is­blað­inu segir að allt frá því að byrjað var að greina mögu­lega legu Borg­ar­línu í Kópa­vogi hafi þessir tveir val­kostir helst þótt koma til greina. Hafn­ar­fjarð­ar­vegur og Fífu­hvamms­vegur þóttu einnig fýsi­legri kostu í fyrri sam­an­burði, sem Strætó hafði látið vinna.

Umræddur kafli er hluti af annarri lotu Borg­ar­línu, en frum­drög að þeirri lotu eru á fyrstu stigum hönn­un­ar­vinnu, sam­kvæmt því sem fram kemur í minn­is­blað­inu.

Meira pláss fyrir sér­rými og stór skipti­stöð við Fíf­una

Helstu kostir þess að láta Borg­ar­línu aka um Hafn­ar­fjarð­ar­veg og Fífu­hvamms­veg eru sagðir þeir að það samnýti borg­ar­línu­fram­kvæd­mir á Hafn­ar­fjarð­ar­vegi, samnýti fram­kvæmdir við stofn­stíg á hjól­reiða á Fífu­hvamms­vegi, rými í götu­snið­inu sé gott fyrir sér­rými Borg­ar­línu, hjóla­stíga og gang­stéttar og að hægt yrði að tryggja sér­rýmið alla leið, sem myndi skila sér í styttri ferða­tíma á milli Hamra­borg og Smára­linda.

Þá er bein teng­ing við Fíf­una sögð kost­ur, en þar meg­in­mið­stöð íþrótta­fé­lags­ins Breiða­bliks stað­sett og oft blásið til mann­margra við­burða. Einnig segir að þessi val­kostur tengi Garðabæ og Hafn­ar­fjörð betur við Smára­lind, með skipti­stöð í Fíf­unni.

Borgarlínustöð í Fífunni er sögð æskileg vegna nálægðar við íþróttamannvirki Breiðabliks, þar sem fjölmennir viðburðir fara oft fram. Mynd: Markaðsstofa Kópavogs

Það er einnig talið þessum val­kosti til tekna að hægt yrði að setja upp svo­kallað „commuter“- bíla­stæði við Fíf­una, eða bíla­stæði þar sem hægt væri að skilja bíl­inn eftir og hag­nýta sér svo almenn­ings­sam­göngur í fram­hald­inu.

Betri teng­ing við MK ef farið væri um Digra­nes­veg

Það eru þannig taldir upp fjöl­margir kostir við að fara Hafn­ar­fjarð­ar­veg­inn og Fífu­hvamms­veg­inn í stað Digra­nes­vegar og Dal­veg­ar, en einnig eru gallar dregnir fram. Bæði eru fram­kvæmdir sagðar flóknar við Hamra­borg og í botni Kópa­vogs­dals, auk þess sem göngu­leið frá borg­ar­línu­stöð að Mennta­skól­anum í Kópa­vogi (MK) yrði lengri ef þessi leið yrði fyrir val­inu.

Auglýsing

Verk­efna­stofan seg­ist þó telja að sá galli sé „hverf­andi“ þar sem göngu­leiðin frá Hamra­borg að MK sé um 600 metrar og að áform séu uppi um að bæta umhverfi bæði gang­andi og hjólandi til aust­urs frá Hamra­borg. Aukið aðgengi örflæði­tækja eins og raf­hlaupa­hjóla muni hjálpa við að stytta þá leið fyrir stóran hóp.

„Teng­ing milli Hamra­borgar og Fíf­unnar verður áskorun en undan henni verður ekki kom­ist þar sem hún er hluti af leið Borg­ar­línu suður til Hafn­ar­fjarð­ar. Það verk­efni er hægt að leysa og mun það verða megin við­fangs­efni í frum­draga­vinnu fyrir lotu 2,“ segir einnig í nið­ur­stöðukafla minn­is­blaðs­ins frá verk­efna­stof­unni.

Þröngt um Digra­nes­veg­inn

Sem áður segir er það dregið fram sem kostur þegar horft er á þann val­kost að leggja Borg­ar­línu eftir Digra­nes­vegi og Dal­vegi að vagnar gætu þá stoppað við MK, en einnig er það sagt kostur að sú lega myndi mynda skýran ás eftir öllum Digra­nes­hálsi, á Borg­ar­holts­braut og Digra­nes­vegi sem skil­greindar séu sem bæj­ar­götur í til­lögu að aðal­skipu­lagi Kópa­vogs.

Gall­arnir eru þó þeir að á þessum slóðum eru þrengsli í götu­sniði og að sé nægt rými fyrir fullt sér­rými, hjóla­stíga og gang­stétt­ar. Þá væru fram­kvæmdir á Dal­vegi fyr­ir­sjá­an­lega flókn­ar, auk þess sem erf­iðar beygjur séu á þess­ari leið sem kalli á skerð­ingu á lóð­um. Einnig myndi ferða­tími far­þega Borg­ar­línu á milli Smára­lindar og Hamra­borgar líða fyrir það að fara Dal­veg og Digra­nes­veg í stað þess að halda niður í Fífu og þaðan upp í Hamra­borg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent