Eyjakonur fara til Tékklands

Harpa Valey Gylfadóttir og samherjar í ÍBV slógu Panorama frá …
Harpa Valey Gylfadóttir og samherjar í ÍBV slógu Panorama frá Grikklandi út um síðustu helgi. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV mætir Sokol Pisek frá Tékklandi í sextán liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik en dregið var til þeirra rétt í þessu.

ÍBV hefur slegið út tvö grísk lið í keppninni, PAOK og Panorama, í fyrstu tveimur umferðunum.

Samkvæmt drættinum á fyrri leikur liðanna að fara fram í Tékklandi helgina 8.-9. janúar en sá seinni í Vestmannaeyjum helgina 15.-16. janúar.

Andrea Jacobsen og samherjar hennar í sænska liðinu Kristianstad drógust gegn Dunajska Streda frá Tékklandi.

Hin sex einvígin í sextán liða úrslitunum:

Izmir (Tyrklandi) - Gran Canaria (Spáni)
Unirek (Hollandi) - Málaga (Spáni)
Maccabi Ramat gan (Ísrael) - Elche (Spáni)
Venlo (Hollandi) - Bekament (Serbíu)
Naisa Nis (Serbíu) - H71 (Færeyjum)
Brixen Südtirol (Ítalíu) - Galychanka Lviv (Úkraínu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert