Sala hraðgreiningarprófa minnkað

Dæmi um hraðgreiningarpróf.
Dæmi um hraðgreiningarpróf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dregið hefur úr sölu hraðgreiningarprófa fyrir Covid hér á landi. Það má að miklu leyti rekja til þess að farþegar á leiðinni til Bandaríkjanna hafa frá og með 12. júní síðastliðnum ekki þurft lengur að framvísa neikvæðu Covid-prófi. Flest önnur ríki, sem hægt er að ferðast beint til og frá Íslandi, höfðu áður breytt sóttvarnarreglum sínum í þá veru.

Þetta staðfestir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sviðs innan Öryggismiðstöðvarinnar, í viðtali við Morgunblaðið. „Auðvitað mátti alltaf búast við þessu á einhverjum tímapunkti, en það er bara eðli málsins í þessum Covid-fræðum að aðstæður geta alltaf breyst,“ segir Ómar.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert