Njarðvíkingar efstir í bili

Dedrick Deon Basile skoraði 28 stig fyrir Njarðvík í kvöld.
Dedrick Deon Basile skoraði 28 stig fyrir Njarðvík í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvíkingar renndu sér upp í efsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld, að minnsta kosti tímabundið, með því að sigra fallna KR-inga á Meistaravöllum, 120:101.

Njarðvíkingar eru með 32 stig en Valsmenn eru með 30 stig og eru að spila við hitt botnliðið, ÍR, þessa stundina og endurheimta toppsætið með sigri. KR er með átta stig á botni deildarinnar en liðið féll í síðustu umferð.

Leikurinn var jafn lengi vel og KR-ingar voru með yfirhöndina í hálfleik, 53:49. Njarðvík náði forystunni í þriðja leikhluta og bætti svo við jafnt og þétt í þeim fjórða.

Nicolas Richotti og Dedrick Deon Basile skoruðu 28 stig hvor fyrir Njarðvík, Mario Matasovic skoraði 20 og Lisandro Rasio 18.

Antonio Woods skoraði 25 stig fyrir KR, Justas Tamulis 20, Þorsteinn Finnbogason 17 og Aapeli Alanen 17.

Gangur leiksins: 6:8, 11:17, 15:23, 24:29, 32:34, 37:39, 46:44, 53:49, 58:56, 66:63, 72:74, 77:84, 85:95, 93:97, 97:107, 101:120, 101:120, 101:120, 101:120, 101:120.

KR: Antonio Deshon Williams 25, Justas Tamulis 20, Þorsteinn Finnbogason 17/4 fráköst, Aapeli Elmeri Ristonpoika Alanen 17/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 8, Brian Edward Fitzpatrick 8, Veigar Áki Hlynsson 3/5 fráköst, Hallgrímur Árni Þrastarson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 28, Nicolas Richotti 28/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 20/7 fráköst, Lisandro Rasio 18/9 fráköst, Logi Gunnarsson 8, Maciek Stanislav Baginski 8, Jose Ignacio Martin Monzon 7/5 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert