Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Óli Björn Kára­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis boðar í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag að hann muni að óbreyttu ekki geta stutt nokkur þeirra mála sem ráð­herrar Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks hafa lagt fram á Alþingi að und­an­förnu.

Hann segir ákveðin stjórn­ar­frum­vörp illa sam­ræm­ast þeirri hug­mynda­fræði sem hann hafi aðhyllst og barist fyr­ir; sem bygg­ist á trú á frelsi ein­stak­lings­ins, því að tryggja vald­dreif­ingu og forð­ast mið­stýr­ingu. „Oft þarf ég að sveigja eitt­hvað af leið en ákveðin grunn­prinsipp verða ekki brot­in. Ekki þegar kemur að þving­un­ar­að­gerðum gagn­vart sveit­ar­fé­lög­um, ekki við stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs, fjöl­miðla­frum­varpi og ekki við end­ur­skoðun sótt­varna­laga. List­inn er (óþægi­lega) lang­ur,“ skrifar Óli Björn.

„Ógeð­felld“ hug­mynda­fræði vald­boðs að baki sveit­ar­fé­laga­frum­varpi

Í grein sinni fjallar hann sér­stak­lega um frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra sem felur í sér að lág­marks­fjöldi íbúa íslenskra sveit­ar­fé­laga skuli vera 1.000. Hann segir frum­varpið byggja á „hug­mynda­fræði vald­boðs og gengur gegn hug­mynda­fræði sjálfs­stjórnar og frelsis sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur byggt á.“

Auglýsing

Hann segir að um það verði ekki deilt að sam­ein­ing og fækkun sveit­ar­fé­laga geti verið ákjós­an­leg og skyn­sam­leg fyrir íbú­ana, en mark­miðið sé hins vegar ekki að fækka sveit­ar­fé­lögum heldur styrkja og efla þjón­ustu við borg­ar­ana. Þar að auki hafi sveit­ar­fé­lögum fækkað hressi­lega.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.



„Árið 1990 voru þau 204 tals­ins en eru nú 69. Víða eru við­ræður um sam­ein­ingu. Þær við­ræður eru á for­sendum íbú­anna sjálfra og þeir einir taka ákvörð­un. Emb­ætt­is­menn í Reykja­vík stjórna ekki ferð­inn­i,“ ritar Óli Björn og bætir við að hug­mynda­fræði vald­boðs­ins sem liggi að baki lög­þving­aðri sam­ein­ingu sé „ekki aðeins ógeð­felld heldur bygg­ist hún á mis­skiln­ingi og/eða vís­vit­andi blekk­ing­um.“

„Hag­kvæmni sveit­ar­fé­laga og gæði þjón­ustu við íbú­anna er ekki í réttu hlut­falli við íbúa­fjölda. Fjár­hags­leg staða ræðst miklu fremur af hæfi­leikum sveit­ar­stjórn­ar­manna og hvernig þeim tekst að upp­fylla skyldur sínar en fjölda íbú­a,“ skrifar þing­mað­ur­inn, sem telur best að „halda vald­inu í heima­byggð.“

„Löng­unin til að stýra öllu úr 101-Reykja­vík er sterk“

Varð­andi frum­varp Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar auð­linda- og umhverf­is­ráð­herra um Hálend­is­þjóð­garð segir Óli Björn að í flestu sé hug­myndin heill­andi, en að hug­mynda­fræði „stjórn­lyndis og mið­stýr­ing­ar“ megi ekki ráða för. 

„Löng­unin til að stýra öllu frá 101-Reykja­vík er sterk. Hætta er sú að valdið sog­ist úr heima­byggð til örfárra ein­stak­linga sem neita að skilja hvernig hægt er að lifa í sátt við nátt­úr­una, verja hana og nýta auð­lindir á sama tíma,“ ritar Óli Björn.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

„For­sendan er að skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga sé virt og umráða- og nýt­inga­réttur íbú­anna, sem í gegnum ald­irnar hafa verið gæslu­menn nátt­úr­unn­ar, hald­ist. Einka­fram­takið og eign­ar­rétt­ur­inn hafa verið mik­il­væg vörn fyrir nátt­úr­una,“ skrifar Óli Björn.



Hann seg­ist munu styðja hug­mynd­ina um mið­há­lend­is­þjóð­garð ef hún verði byggð á „skyn­sam­legri nýt­ingu auð­linda hálend­is­ins, frjálsri för almenn­ings, virð­ingu fyrir eign­ar­rétt­in­um, frum­kvöðla­rétti og sjálfs­stjórn sveit­ar­fé­laga í skipu­lags­mál­u­m.“

Fjöl­miðla­frum­varpið fram komið á ný með svip­uðu sniði

Eins og áður segir minn­ist Óli Björn í grein sinni einnig á fjöl­miðla­frum­varp Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem sam­þykkt hefur verið í rík­is­stjórn og lagt fram á þingi í þriðja sinn.

Aftur er lagt til styrkja­kerfi í svip­aðri mynd og í fyrri tvö skiptin sem frum­varp Lilju hefur litið dags­ins ljós, en frum­varpið hefur tví­vegis sofnað svefn­inum langa í nefnd­ar­starfi vegna and­stöðu Óla Björns og fleiri þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks. Þeir hafa talað gegn styrkja­kerfi og lagt til að skatt­kerf­inu verði í stað­inn beitt til þess að styðja við einka­rekna fjöl­miðla og einnig að dregið verði úr umsvifum Rík­is­út­varps­ins á mót­i. 

Sam­kvæmt frum­varpi Lilju yrðu styrkir til fjöl­miðla alls tæpar 400 millj­ónir króna á ári og þeim útdeilt með sama hætti og gert var í ár, þegar ákveðið var að styrkja einka­rekna fjöl­miðla um allt að 25 pró­sent af útlögðum rit­stjórn­ar­kostn­aði vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Eng­inn fjöl­mið­ill gæti þó fengið meira en 25 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni, eða hæst tæpar 100 millj­ón­ir. Þegar kór­ónu­veiru­styrkj­unum var úthlutað í haust skiptu Árvak­­ur, Sýn og Torg, þrjú stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki lands­ins, með sér rúmum 250 millj­­ónum af þeim 400 millj­óna króna stuðn­ingi sem einka­reknir fjöl­miðlar fengu.

Brynjar veður í fjöl­miðla­frum­varpið

Þessi þrjú frum­vörp, auk frum­varps end­ur­skoð­uðum sótt­varna­lögum sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur lagt fram, virð­ast ekki falla í kramið hjá Óla Birni í óbreyttri mynd. Og and­staða við stjórn­ar­frum­vörp sem nýlega hafa verið lögð fram er boðuð víðar innan þing­flokks­ins.

Brynjar Níels­son þing­maður flokks­ins tjáir sig um fjöl­miðla­frum­varp Lilju á Face­book í dag og segir hægt að líkja einka­reknum fjöl­miðlum í dag við fár­veikan og kval­inn sjúk­ling. 

„Lækn­ir­inn, mennta­mála­ráð­herra, með aðstoð hjúkr­un­ar­fræð­ing­anna í rík­is­stjórn, ætlar að dæla ópíum í sjúk­ling­inn í stað þess að skera meinið burt eða halda því í skefjum svo hægt sé að lifa með því,“ skrifar Brynjar og vísar þar til Rík­is­út­varps­ins sem meins­ins, sem hrjái frjálsu fjöl­miðl­ana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent