Hækkum rána á fleygiferð

Heimildamyndin vakti mikla athygli í Finnlandi og vann til verðlauna …
Heimildamyndin vakti mikla athygli í Finnlandi og vann til verðlauna nýverið í Belgíu. Hún fer nú víðar um heiminn.

Íslenska heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson í framleiðslu Sagafilm hefur verið sýnd í tíu kvikmyndahúsum í Finnlandi undanfarið. Glimrandi dómum rignir yfir myndina, fjórar stjörnur frá þremur virtum gagnrýnendum auk nokkurra stórra greina í Helsinki Sanomat-dagblaðinu. Myndin tók þátt á barnakvikmyndahátíðinni Filem'on í Belgíu þar sem myndin sótti tvenn verðlaun, besta myndin valin af 8-13 ára dómnefnd og besta heimildamyndin valin af faglegri dómnefnd. Hækkum rána var sýnd í Sjónvarpi Símans Premium fyrr á árinu og vakti töluvert umtal.

Veltir upp spurningum 

Myndin fjallar um hóp körfuboltastúlkna sem eru á aldrinum 8-13 ára. Þjálfarinn, Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfaði þær á óhefðbundinn hátt og hækkaði í sífellu rána. Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum. Myndin er saga stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði tókust þær á við það mótlæti sem því fylgdi.

Miklar umræður sköpuðust á Íslandi þegar myndin var sýnd hér.
Miklar umræður sköpuðust á Íslandi þegar myndin var sýnd hér.

„Það er ótrúlega gaman að sjá þessa mynd fá þá umræðu sem okkur þykir hún eiga skilið. Í Finnlandi var rætt um þau þemu sem eru í myndinni, stöðu stúlkna í íþróttum, aðstöðumun hjá drengjum og stúlkum innan íþróttahreyfinga og jafnrétti innan íþrótta. Stúlkurnar sem höfnuðu verðlaununum hafa fengið mikið hrós fyrir hugrekki þar. Myndin opnar á löngu tímabæra málefnalega umræðu en ekki persónulega eins og varð raunin hér á landi. Þegar bíósýningum lýkur fer hún inn í finnska skólakerfið, sem er með því framsæknasta í heimi, og það verður gaman að fylgjast með því. Við eigum til vandaðan kennslupakka sem fylgir myndinni og var búinn til þegar myndin var sýnd á HotDocs í Kanada í vor, með verkefnum fyrir ýmsa aldurshópa. Myndin er á fleygiferð í dreifingu, vann til verðlauna í Ástralíu nýverið og opnar í Bandaríkjunum í desember,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi myndarinnar.

Framleiðandinn Margrét Jónasdóttir og þjálfarinn Brynjar Karl bregða á leik …
Framleiðandinn Margrét Jónasdóttir og þjálfarinn Brynjar Karl bregða á leik og taka sjálfu á körfuboltavellinum.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert