Katrín studdist við hækjur í minningarathöfninni

Katrín studdist við hækjur á athöfninni í dag.
Katrín studdist við hækjur á athöfninni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minningarathöfn fer nú fram á Þingvöllum til minningar um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, konu hans Sigríði Björnsdóttur og fjögurra ára dótturson þeirra, Benedikt Vilmundarson, sem létust í eldsvoða á Þingvöllum fyrir hálfri öld. Athygli vakti að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra studdist við hækjur þegar hún mætti til athafnarinnar.

Að sögn Bergþóru Benediktsdóttur, aðstoðarkonu Katrínar, er um sprungu í beini að ræða.

Morgunblaðið fjallaði ítarlega um harmleikinn á Þingvöllum í morgun. Blaðið fékk aðgang að öllum gögn­um rann­sókn­ar­inn­ar sem gerð var á or­sök­um elds­voðans. Þau eru varðveitt í Þjóðskjala­safni Íslands. At­b­urðirn­ir á Þing­völl­um þessa ör­laga­ríku nótt hafa ekki áður verið rakt­ir á grund­velli þess­ara heim­ilda, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert