Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu

Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.

Þingvallakirkja.
Þingvallakirkja.
Auglýsing

Presta­fé­lag Íslands leggst harð­lega gegn til­lögu á kom­andi kirkju­þingi, sem felur í sér að stefnt verði að því að gjald­taka vegna svo­kall­aðra auka­verka presta verði afnum­in. Þá er átt við þau gjöld sem prestar hafa tekið fyrir að veita þjón­ustu á borð við að skíra börn, jarða látna og fræða ferm­ing­ar­börn.

Í umsögn Presta­fé­lags­ins um mál­ið, sem Ninna Sif Svav­ars­dóttir for­maður þess und­ir­ritar fyrir hönd stjórn­ar, segir að í nýlega und­ir­rit­uðum kjara­samn­ingi Presta­fé­lags­ins komi ótví­rætt fram heim­ild presta til að inn­heimta greiðslur vegna auka­verka.

„Það eru von­brigði að ein­ungis þremur mán­uðum seinna komi fram til­laga á kirkju­þingi þess efnis að ákvæði samn­ings­ins skuli felld úr gildi. PÍ lítur svo á að ef komi til þess sé allur kjara­samn­ing­ur­inn úr gildi fall­inn,“ segir í umsögn­inni um mál­ið, sem er ein af fimm slík­um, en þegar var Kjarn­inn búinn að segja frá ákafri gagn­rýni þriggja presta á til­lög­una.

Ósmekk­legt að „væna presta um skort á kristi­legum kær­leika“

Í umsögn Presta­fé­lags­ins segir einnig að það sé „í hæsta máta ósmekk­legt og ekki kirkju­þingi sæm­andi að væna presta um skort á kristi­legum kær­leika þegar þeir nýta sér skýrt grund­vall­aðan rétt sinn til þess að inn­heimta fyrir auka­verk,“ og að prestar gangi ekki hart fram í inn­heimtu vegna auka­verka gagn­vart efna­litlu fólki með umhyggju og kær­leik að leið­ar­ljósi.

Í grein­­ar­­gerð með til­­lög­unni sem liggur fyrir kirkju­þingi segir um þetta atriði að vígð þjón­usta kirkj­unnar eigi ávallt að vera grund­­völluð á krist­i­­legum kær­­leika og sem mest án hind­r­ana fyrir fólk. „Það er tíma­­skekkja og frá­­hrind­andi ásýnd kirkju­­legrar þjón­­ustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorg­­ar­­stundum sendi við­kom­andi síðan reikn­ing vegna þjón­­ustu sinn­­ar. Þetta dregur mjög úr trú­verð­ug­­leika kirkju­­legrar þjón­­ustu. Einkum er þetta slæm birt­ing­­ar­­mynd þegar um efna­­lítið fólk er að ræða,“ segir í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar.

Telja vegið að atvinnu­frelsi sínu

Í umsögn Presta­fé­lags­ins segir að ef kirkju­þing vilji leggja af inn­heimtu greiðslna fyrir auka­verk og taka sér það hlut­verk að setja gjald­skrá vegna þókn­unar presta fyrir til­tekin prest­verk, sé það skerð­ing á samn­ings- og atvinnu­frelsi presta sem starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði. Slíkar skerð­ingar verði að vera studdar með skýrum hætti í lög­um.

Segja að kirkjan yrði að taka upp vakta­kerfi og vinnu­tíma­stjórnun

Presta­fé­lagið lítur svo á að aðeins prestar sjálfir geti ákveðið að leggja af greiðslur fyrir auka­verk sín. Ef kirkju­þing vilji leggja af slíka inn­heimtu sé ljóst að til þurfi að koma upp­bót fyrir það tekju­tap sem af því hlýst – til dæmis með auknum yfir­vinnu­greiðslum þar sem mikið af vinnu­fram­lagi presta fari fram utan hefð­bund­ins dag­vinnu­tíma.

Auglýsing

Auk­inn kostn­aður við þetta muni leiða til þess að kirkjan þurfi að fækka stöðu­gildum presta, sem myndi koma niður á þjón­ustu sem Þjóð­kirkjan veit­ir.

„Nú er stefnt að 36 stunda vinnu­viku presta. Þjóð­kirkjan þyrfti að svara því hvernig skírn­ar­at­höfnum í heima­húsum yrði háttað því óvíst er að prestar önn­uð­ust þær nema í vinnu­tíma það er í helgi­haldi sunnu­dags­ins. Nái þessi til­laga fram að ganga yrði því um veru­lega þjón­ustu­skerð­ingu að ræða í íslensku þjóð­kirkj­unn­i,“ segir í umsögn Presta­fé­lags­ins og því bætt við að ekki sé hægt að „fella niður auka­verka­greiðslur til presta öðru vísi en að koma á víð­tæku vakta­kerfi og vinnu­tíma­stjórnun í Þjóð­kirkj­unni þar sem mönnun til athafna og prests­verka er tryggð og prestum bætt tekju­tap­ið.“

Sókn­ar­prestur í Foss­vogi sam­mála til­lög­unni

Þrátt fyrir þessi hörðu mót­mæli frá Presta­fé­lag­inu og það sem fram hafði komið í þremur fyrri umsögnum sem bár­ust um málið virð­ist ekki vera algjör ein­hugur um afstöðu til máls­ins í presta­stétt. Þor­valdur Víð­is­son sókn­ar­prestur í Foss­vogspresta­kalli lýsir sig jákvæðan í garð til­lög­unnar í sinni umsögn um hana.

„Í ljósi þeirra miklu skipu­lags­breyt­inga sem kirkjan er að ganga í gegnum um þessar mund­ir, myndi það skjóta skökku við, ef ekki yrði leitað nýrra leiða til að tryggja sann­gjarna umbun til presta fyrir þá mik­il­vægu þjón­ustu sem felst í athöfnum kirkj­unnar og fræðslu, skírn­um, ferm­ing­ar­fræðslu, hjóna­vígslum og útför­um. Það er að mínu mati tíma­skekkja að halda slíkri gjald­skrá til streitu og styð ég þá grunn­hugsun sem að baki þessu máli kirkju­þings býr, að vinna skuli að nýjum til­lögum í þessu sam­band­i,“ segir í umsögn Þor­valds.

Hann lætur þess þó getið að núgild­andi kjara­samn­ingur á milli Presta­fé­lags­ins og kirkj­unnar bygg­ist m.a. á því að í gildi sé gjald­skrá vegna prests­þjón­ustu.

„Með þess­ari til­lögu um afnám gjald­skrár­innar hlýtur það því að verða verk­efni samn­inga­nefndar kirkju­þings og samn­inga­nefndar Presta­fé­lags Íslands að semja um heild­ar­kjör, á þeim nýja grund­velli, þar sem umbun vegna prests­þjón­ustu verði í fram­tíð­inni hluti af kjörum og kjara­samn­ing­i,“ skrifar Þor­vald­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent