Yfirheyrslur standa enn yfir

Morðið átti sér stað í Rauðagerði.
Morðið átti sér stað í Rauðagerði. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Yfirheyrslur hafa staðið yfir um helgina og standa enn, vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði síðustu helgi, að sögn Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Níu eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, öll úrskurðuð á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurðirnir renna ýmist út á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Margeir segist vongóður um að það nægi til þess að leysa úr málinu. Annars verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. „Það má alveg eins búast við því, en það er of snemmt að segja til um það að svo stöddu,“ segir Margeir.

Þá segir Margeir rannsókn málsins ganga vel miðað við umfang. Þá á hann bæði við fjölda fólks sem er hluti af rannsókninni og að upplýsingaöflunin sé mikil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert