Mótmæli gætu sett strik í reikninginn hjá Karli

Karl og Kamilla í janúar síðastliðnum.
Karl og Kamilla í janúar síðastliðnum. AFP/Oli Scarff

Karl III. Bretakonungur, fer í sína fyrstu opinberu heimsókn erlendis sem konungur, þegar hann heimsækir Frakkland á sunnudaginn.

Mótmæli vegna óvinsælla umbóta í lífeyrismálum gætu sett strik í reikninginn á meðan á heimsókninni stendur, en til stendur að fagna sögulegum tengslum Bretlands og Frakklands.

Lögreglan stendur vörð við ráðhús Bordeaux.
Lögreglan stendur vörð við ráðhús Bordeaux. AFP/Philippe Lopez

Mótmælendur kveiktu eld við inngang ráðhúss borgarinnar Bordeaux í gær, en Karl mun m.a. heimsækja borgina. Tæplega 150 lögreglumenn særðust víðsvegar um Frakkland í mótmælunum í gær. 

Gæti þurft að breyta dagskránni

Heimsókn Karls stendur yfir í þrjá daga og svo gæti farið að breyta þurfi dagskránni á síðustu stundu vegna mótmælanna.

Mótmælandi handtekinn í frönsku borginni Bordeaux í gær.
Mótmælandi handtekinn í frönsku borginni Bordeaux í gær. AFP/Philippe Lopez

Óttast er að mótmælendur muni nota tækifærið og vekja athygli á óánægju sinni með ný lög Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 64.

Karl, sem er 74 ára, og Kamilla drottning, 75 ára, ætla að ferðast um París og Bordeaux áður en förinn verður heitið til Þýskalands.

Lögreglan að störfum í Bordeaux.
Lögreglan að störfum í Bordeaux. AFP/Philippe Lopez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert