Áfram falla metin í spyrnu

Verðlaunarhafar laugardagsins.
Verðlaunarhafar laugardagsins. Ljósmynd/B&B Kristinsson

Þriðja umferð Íslandsmótsins í spyrnu var haldin á laugardag á kvartmílubratinni í Hafnarfirði.

Mikil og góð þátttaka var á mótinu; 43 skráningar í átta flokkum bíla og mótorhjóla.  Töluvert var um nýja keppendur, sem voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og einnig var nokkuð um ný ökutæki,sem settu sterkan svip á daginn.

Stefán Kristjánsson setti Íslandsmet í DS-flokki.
Stefán Kristjánsson setti Íslandsmet í DS-flokki.

Stefán kom, sá, sigraði og setti enn eitt met

Það voru hörð átökin í DS flokki en  þar voru þeir Stefán Kristjánsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Árni Már Kjartansson að berjast um besta tímann í 1/8 mílu.  Stefán átti frábæran dag á laugardaginn, en hann náði að bæta eigið met á tímanum 4,988 sek á hraðanum 141,5 mph og gulltryggði þannig fyrsta sætið í flokknum.  Stefán ekur sérútbúnum Vauxhall Viktor.

Hrannar Ingi Óttarsson fagnaði sigri í flokki stærri mótorhjóla.
Hrannar Ingi Óttarsson fagnaði sigri í flokki stærri mótorhjóla.

Hrannar sterkur í flokki stærri mótorhjóla

Það voru átta hjól sem börðust um bitann í flokki stærri mótorhjóla, G+, á brautinni um helgina. 

Ólafur Ragnar Ólafsson var búinn að vera mjög sterkur í upphafi Íslandsmóts en hann fékk heldur betur harða keppni í flokknum en Hrannar Ingi Óttarsson átti hreint magnaðan dag á Kawasaki ZX10 hjóli sínu með besta tímann 9,407 sek. 

Keppnin í flokknum er galopin og verður spennandi að sjá hvernig málin þróast í næstu umferðum.

Halldór Helgi Ingólfsson og Sirin Kongsanan takast á í TF-flokki.
Halldór Helgi Ingólfsson og Sirin Kongsanan takast á í TF-flokki.

Mikið líf í T/F flokki

T/F flokkurinn, eða 12,90 flokkurinn, var líflegur þar sem sjö keppendur kepptust við að ná tímanum sem næst 12,90 sekúndum án þess þó að fara undir tímann. 

Þar mátti sjá marga spræka og skemmtilega götubíla etja kappi en það var Halldór Helgi Ingólfsson á Dodge Challenger sem átti bestan árangur dagsins og fór þannig með gullið heim.

Mikið líf í spyrnu og götukappakstri framundan

Undanfarið hefur verið mikil aukning þátttakenda með innkomu margra ungra ökumanna og hafa verið töluvert fleiri æfingar í boði á tímabilinu. 

Íþróttasvæði Kvartmíluklúbbsins er þannig oft og iðulega fullt af tækjum sem eru annað hvort að aka spyrnu, hringakstur eða drift. 

Helgina 16.-17. júlí verður mikið um að vera en þá verður fjórða keppnin í Íslandsmótinu í spyrnu haldin á Akureyri, og önnur umferð í Íslandsmótinu í kappakstri í Hafnarfirði.

Úrslit laugardagsins voru eftirfarandi:

OF flokkur:

1. sæti Valur Jóhann Vífilsson

2. sæti Þórður Tómasson

DS flokkur:

1. sæti Stefán Kristjánsson

2. sæti Gunnlaugur Gunnlaugsson

3. sæti Árni Már Kjartansson

T/C 9,90:

1. sæti Hilmar Jacobsen

2. sæti Sigurður Ólafsson

3. sæti Harry Samúel Herlufsen

T/E 11,90:

1. sæti Sindri Hafsteinsson

2. sæti Elmar Þór Hauksson

3. sæti Björn Viðar Björnsson

4. sæti Ragnar S. Ragnarsson

T/F 12,90:

1. sæti Halldór Helgi Ingólfsson

2. sæti Sirin Kongsanan

3. sæti Viktor Tristan Árnason

4. sæti Sigurður F Tryggvason Radtke

5-6. sæti Hrafn Ellertsson

5-6. sæti Eyþór Ingólfsson Melsteð

7. sæti Sarawut Khamphan

Breytt götuhjól (B):

1. sæti Davíð Þór Einarsson

2. sæti Hrannar Ingi Óttarsson

3. sæti Ólafur Ragnar Ólafsson

4. sæti Guðvarður Jónsson

Götuhjól yfir 700cc (G+):

1. sæti Hrannar Ingi Óttarsson

2. sæti Ólafur Ragnar Ólafsson

3. sæti Guðmundur Hjartarson

4. sæti Guðvarður Jónsson

5-6. sæti Ingi Björn Sigurðsson

5-6. sæti Ingólfur Snorrason

7-8. sæti Tryggvi Snær Friðjónsson

7-8. sæti Snorri Þórarinsson

Götuhjól undir 700cc (G-):

1. sæti Ingólfur Snorrason

2. sæti Snorri Þórarinsson

Eitt af nýjum tækjum sem sást á brautinni.
Eitt af nýjum tækjum sem sást á brautinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert