Sunak fyrirskipar rannsókn á skattamálum Zahawi

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur fyrirskipað rannsókn á skattamálum Nadhim Zahawi, sem gegnir nú embætti formanns Íhaldsflokksins, en var áður fjármálaráðherra. 

Sunak sagði jafnframt að hann ætlaði ekki að láta Zahawi taka pokann sinn, en hann hefur verið ráðherra án ráðuneytis frá því að Sunak tók við, og því með sæti við ríkisstjórnarborðið. Breska stjórnarandstaðan hefur hins vegar kallað eftir því að Zahawi verði rekinn. 

Í staðinn mun fara fram óháð rannsókn á skattamálum Zahawi í ljósi þess að í málinu séu spurningar sem þarf að skýra. Þá verður Zahawi áfram formaður Íhaldsflokksins á meðan rannsóknin fer fram.

Zahawi sagðist vera ánægður með rannsóknina, en hann segist ekki hafa gert neitt rangt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert