Ellefu látin eftir gassprenginu í Kólumbíu

Hér má sjá viðbragðsaðila að störfum við námuna.
Hér má sjá viðbragðsaðila að störfum við námuna. AFP

Gassprenging varð í sex samtengdum námum í Sutatausa í Kólumbíu í gær. Sutatausa er minna en hundrað kílómetrum frá Bógóta, höfuðborg Kólumbíu. Að minnsta kosti ellefu eru látin og tíu sátu föst í námunum eftir sprenginguna.

Reuters greinir frá.

Þau sem föst eru í námunum eru á um það bil sjö hundruð til níu hundruð metra dýpi. Tveimur af þeim tíu sem sátu föst hefur þegar verið bjargað en sjö sluppu úr námunni án aðstoðar. Meira en hundrað viðbragðsaðilar unnu að björgunaraðgerðunum.

AFP greinir frá því að 148 hafi látið lífið í námuslysum í Kólumbíu árið 2021 en gas og kol sem kemur úr námum eru tvær helstu útflutningsvörur landsins.

Greint er frá því að námuslys séu algengust í ólöglegum námum þar í landi vegna lítillar áherslu á öryggi verkamanna en náman Sutatausa er sögð lögleg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert