18 Covid-sjúklingar fórust í eldi

Átján manns, allt sjúklingar á Covid-deild, létust í eldinum.
Átján manns, allt sjúklingar á Covid-deild, létust í eldinum. AFP

Átján létust þegar kviknaði í sjúkrahúsi í bænum Bharuch í vesturhluta Indlands í dag. Allir sem létust voru sjúklingar á Covid-deild spítalans. Slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins á innan við klukkustund og var 31 bjargað úr brennandi húsinu. Rannsókn á brunanum stendur yfir.

Aðeins er mánuður síðan þrettán Covid-sjúklingar létust í bruna á öðrum spítala í útjaðri höfuðborgarinnar Mumbai.

Faraldurinn hefur verið á hraðri uppleið í landinu undanfarna daga og var nýtt met slegið í gær þegar 402 þúsund tilfelli veirunnar greindust í landinu. Á liðnum sólarhring eru 3.523 dauðsföll skráð af völdum veirunnar, en talið er að þær tölur séu langt frá raunverulegum fjölda.

Útgöngubann er í gildi í höfuborginni Mumbai til 9. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert