Eitt tap hjá Chelsea gegn Real Madrid

Graham Potter og hans menn í Chelsea mæta Real Madrid …
Graham Potter og hans menn í Chelsea mæta Real Madrid í Meistaradeildinni. AFP/Adrian Dennis

Ein af áhugaverðustu viðureignunum í átta liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta er á milli Real Madrid og Chelsea.

Fá félög státa af jafngóðum árangri í leikjum við Real Madrid og enska liðið Chelsea. Félögin hafa mæst sjö sinnum í Evrópukeppni og af þeim hefur spænska stórveldið aðeins náð að vinna einn.

Þá eru þetta þau tvö lið sem hafa unnið keppnina tvö síðustu ár, Real Madrid 2022 og Chelsea 2021.

Liðin leika fyrri leik sinn á Santiago Bernabéu 11. eða 12. apríl og þann síðari á Stamford Bridge viku síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert