Lögreglan leitar enn að Bond-byssum

Lama-skammbyssan sem var notuð í Die Another Day og lögreglan …
Lama-skammbyssan sem var notuð í Die Another Day og lögreglan fann. AFP

Nýjar upplýsingar hafa borist bresku lögreglunni vegna leitar að byssum, sem voru notaðar sem leikmunir í kvikmyndunum um njósnarann James Bond og var stolið í úthverfi í London í mars.

Ein af byssunum, af tegundinni Llama með gulu skafti sem var notuð í Die Another Day, fannst nokkrum dögum eftir innbrotið.

Enn er leitað að hinum byssunum, þar á meðal einni af tegundinni Walther PPK sem Roger Moore notaði í View to a Kill er hann elti Grace Jones upp Eiffel-turninn áður en hún stökk þaðan í fallhlíf.

Lögreglan í London hefur birt nýtt myndskeið úr öryggismyndavél sem sýnir faratæki sem lagt hefur verið skammt frá staðnum þar sem brotist var inn. Svo virðist sem einhver sé að fylgjast með úr bílnum. Hvetur lögreglan vitni til að stíga fram.

„Ég tel að þessir einstaklingar hafi átt þátt í glæpnum. Þetta var aðeins nokkrum mínútum áður en brotist var inn,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Paul Ridley í yfirlýsingu.

Eigandi byssanna, sem allar eru ónothæfar, er miður sín, sérstaklega vegna þess að þær áttu að vera að hluti af stórri sýningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert