fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stefnir fyrrverandi eiginmanni og krefur hann um 18 milljónir auk eignarhlutar í fasteignafélagi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 17:00

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilnaður miðaldra hjóna að borði og sæng árið 2016 hefur dregið dilk á eftir sér og hefur konan stefnt manninum til greiðslu hárra skuldar. Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 15. febrúar næstkomandi.

Þann 19. október var fjárskiptasamningasamningur milli fólksins lagður fram og samkvæmt honum átti maðurinn að greiða konunni 18 milljónir króna. Það hefur hann ekki gert og stefnir konan honum til greiðslu skuldarinnar.

Konan er fædd árið 1969 en maðurinn árið 1967. Þess má geta að maðurinn er óstaðsettur erlendis.

Fyrir utan þessa innheimtukröfu krefst konan þess að umræddur fjárskiptasamningur verður ógildur vegna þess að þar er ógetið um fasteignafélag sem er að hálfu leyti í eigu mannsins. Krefst konan 25% af hlutafé í félaginu. Er krafist kyrrsetningar á eignarhlut mannsins í félaginu. Einnig er krafist kyrrsetningar á eignahlutum mannsins í fleiri félögum vegna ógreiddrar skuldar hans við konuna.

Í texta stefnunnar segir meðal annars:

„Byggir stefnandi á því að við gerð fjárskiptasamnings aðila hafi verið lögð til grundvallar helmingaskiptaregla hjúskaparlaga skv. 103. gr. laga nr. 31/1993. Stefndi hafi hins vegar valið að halda utan skipta verðmætri eign og að upplýsa stefnanda ekki um þá eign sína. Í ljósi þess að stefndi hélt utan skipta hlutafé sem er um 10-20 milljóna króna virði hafi hann sýnt af sér óheiðarlega háttsemi sem leiddi til þess að fjárskiptasamningur aðila er bersýnilega ósanngjarn sem því munar. Ber því að hnekkja samningi að því marki sem eign sem átti að koma til skipta gerði það ekki, og breyta honum þannig að hún komi til skipta. Vísast í því skyni til 95 gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 sem og 33. gr. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1963.“

Samkvæmt stefnunni hefur umrætt fasteignafélag verið selt nauðungarsölu á almennum markaði og var söluverðið 115 milljóni króna. Mikið er áhvílandi á eigninni og krefst konan þess að maðurinn greiði henni 5 milljónir króna vegna réttar hennar til helmings af eignarhluta hans í félaginu, sem er umfram það sem er áhvílandi.

Ekki hefur tekist að afla upplýsinga um hvar í heiminum fyrrverandi eiginmaður konunnar er búsettur og er stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Ef maðurinn mætir ekki fyrir dóm í febrúar, þegar málið verður þingfest, má búast við að útivistardómur gangi í málinu, þ.e. að dæmt verði í málinu þó að maðurinn sé ekki viðstaddur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi