Enski boltinn

Segir Meistaradeildarsætið fínt en að liðið vilji meira

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bruno Fernandes segir að Manchester United vilji meira en bara Meistaradeildarsæti.
Bruno Fernandes segir að Manchester United vilji meira en bara Meistaradeildarsæti. Catherine Ivill/Getty Images

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, var nokkuð sáttur eftir 4-1 sigur liðsins gegn Chelsea í kvöld. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Fernandes segir þó að liðið vilji meira.

„Að ná Meistaradeildarsætinu er fínt, en það er ekki fullkomið því við viljum meira. Miðað við hvernig við byrjuðum tímabilið þá er það mjög gott. Við unnum deildarbikarinn sem var markmiðið eftir að við sáum að við ættum ekki möguleika í deildinni og nú snýst þetta um að klára deildina af krafti og mæta svo til leiks í FA-bikarnum,“ sagði Portúgalinn, en Manchester United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitum FA-bikarsins í júní.

„Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir á tímabilinu. Við erum búnir að vinna marga leiki á heimavelli og þeir hafa skapað magnað andrúmsloft. Þeir vita vel hversu mikilvægir þeir eru og við kunnum virkilega að meta allt sem þeir gera fyrir okkur.“

Þá segir leikmaðurinn einnig að það hafi verið auka plús að hafa með sigrinum gert út um Meistaradeildarvonir Liverpool.

„Við vitum að það er eitthvað sem skiptir stuðningsmennina miklu máli. Fyrir okkur snýst þetta samt um að ná markmiðunum okkar. Auðvitað vitum við að við verðum glaðir með það að Liverpool verður ekki í keppninni, en fyrir okkur snýst þetta um að ná sem bestum árangri fyrir okkur sjálfa,“ sagð Portúgalinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×