Lærimeyjar Þóris völtuðu yfir Þýskaland

Nora Mørk átti afar góðan dag.
Nora Mørk átti afar góðan dag. Ljósmynd/EHF

Noregur gerði sér lítið fyrir og vann 42:23-sigur á Þýskalandi á Evrópumóti kvenna í handbolta í Danmörku í dag. Noregur er með fullt hús stiga í D-riðli.

Eftir nokkuð jafnan leik framan af tóku þær norsku völdin um miðbik fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 22:14. Norska liðið hélt áfram að bæta í forskotið út hálfleikinn og var sigurinn að lokum afar öruggur.

Nora Mørk fór á kostum hjá norska liðinu og skoraði 12 mörk. Camilla Herrem bætti við sjö. Xenia Smits og Emily Bolk skoruðu fjögur hvor fyrir Þýskaland. Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið. 

Í B-riðli hafði Rússland betur gegn Tékkum 24:22. Daria Dmitrieva, Polina Vedekhina, Daria Samokhina og Iuliia Managarova skoruðu allar þrjú mörk hjá jöfnu liði Rússlands. Marketa Jerabkova skoraði sex fyrir Tékkland. Rússar tryggðu sér sæti í milliriðlum með sigrinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert