Innlent

Sóttu veikan skip­verja norður af Mel­rakka­sléttu

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið var statt norður af Melrakkasléttu. Myndin er úr safni.
Skipið var statt norður af Melrakkasléttu. Myndin er úr safni. LHG

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum nótt til að sækja veikan skipverja af fiskiskipi. Skipið var þá statt norður af Melrakkasléttu.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að TF-EIR hafi tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 3:31 og lokið við að hífa skipverjann um borð í þyrluna tveimur tímum síðar.

„Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í morgun. Þar beið sjúkrabíll sem flutti manninn á Landspítalann,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×