Drakk óvart eiturefni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Hlíðunum þar sem að maður hafði drukkið eiturefni. 

Í dagbók lögreglu segir að starfsmaður fyrirtækis hafi drukkið eiturefnið í misgripum fyrir vatn. 

Maðurinn var fluttur á Landspítala til aðhlynningar. 

Hnífaárás

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í Háaleitis- og Bústaðahverfi þar sem að hnífi var beitt. 

Árásarmaðurinn reyndi að hlaupa undan lögreglu, „en lögreglumenn reyndust heldur þolbetri, hlupu hann uppi og handtóku“. 

Einstaklingurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar málsins. Fórnarlamb árásarinnar hlaut minniháttar áverka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert