Þriðji ættliðurinn gæti spreytt sig á Wembley

Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með U21-árs landsliðinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með U21-árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það gæti farið svo að þriðji ættliðurinn spreyti sig á Wembley“ sagði Guðjón Þórðar­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari, er hann ræddi við Valtý Björn Val­týs­son um lands­leik­inn gegn Englandi í kvöld í þætt­in­um Mín Skoðun á Sport FM í morg­un en sonarsonur hans, Ísak Bergmann Jóhannesson, er í landsliðshópnum og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.

Guðjón hefur sjálfur tekið þátt í leik á Wembley er hann stýrði liði Stoke City til sigurs í bikarkeppni neðrideildanna árið 2000 og sonur hans, Jóhannes Karl, spilaði sem leikmaður á leikvanginum fræga árið 2009 fyrir Leicester. er liðið vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni. "Ég fór á Wembley fyrir tuttugu árum, Jói er búinn að fara á Wembley og vonandi fær Ísak tækifæri til að fara inn á og njóta dagsins.“

„Ég horfi á alla þessa landsleiki og það verður engin breyting í kvöld. Ég vonast bara eftir góðri frammistöðu. Við sáum það, þegar ungur strákarnir spiluðu gegn Englendingum hérna heima að þá áttu þeir ágæta frammistöðu,“ sagði Guðjón. England vann leikinn á Laugardalsvelli 1:0 með marki úr vítaspyrnu í blálokin.

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson Ljósmynd/Víkingur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert