fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sakar Bjarg um hundafordóma – Schäfer-hundar bannaðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 16:00

Schäfer-hundur. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Rúnar Heimisson sakar Bjarg íbúðafélag um hundafordóma. Ástæðan er sú að bannað er að vera með Schäfer-hunda í íbúðum félagsins. Bjarni hefur verið fremur lengi á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi en nýlega rak hann augun í reglur félagsins um dýrahald, sem eru lítt áberandi á vef félagsins. Hefur hann í kjölfar þessa látið afskrá sig af biðlistanum.

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd.

Í reglum Bjargs um gæludýrahald segir:

„Hunda og kattahald er bannað í húsum/íbúðum Bjargs Íbúðafélags (Bjargs) nema ákveðnum skilgreindum íbúðum sem sótt er um og úthlutað sérstaklega. Annað dýrahald er bannað valdi það öðrum íbúum óþægjindum og ónæði.“ – Bannað er að hafa fleiri en eitt dýr í hverri íbúð og óheimilt er að halda fjölmargar hundategundir, meðal annars er þýski fjárhundurinn Schäfer á bannlista.

DV sendi fyrirspurn á Bjarg þar sem spurt á hverju reglur um útilokun tiltekinna hundategunda væru byggðar. Í svari segir:

„Við ákvörðun á hvaða hundategundir væru ekki heppilegar í fjölbýlum þar sem ólíkt fólk býr var leitað til sérfróðra aðila hvað varðar þessi mál. T.d. erum við að banna stóra hunda sem vakið gætu hræðslu og aðrar tegundir sem hættulegar eða óæskilegar eru að fenginni reynslu eða mati sérfróðra aðila. Íbúðir Bjargs eru heldur ekki mjög stórar og það þarf að horfa á það líka.“

Segir einnig að í myndinni hafi verið að banna allt dýrahald en ákveðið var að leyfa það með ákveðnum skilyrðum:

„Það þarf að vera með reglur í kringum dýrahaldið og það var mikið spáð í þessi mál þegar við fórum af stað í útleiguna hér.  Sumir sem sækja um hjá okkur upplifa t.d. mikla hræðslu við stóra hunda og það þarf að líta til þeirra aðila líka, það eru alltaf ólík sjónarhorn og við reynum að mæta þeim flestum og eins og hægt er. Við hefðum getað ákveðið að banna gæludýrahald alfarið, en það var ákveðið að heimila það með þessum skilyrðum.“

Segir röksemdirnar ekki standast skoðun

Bjarni bendir á að það fari ekki eftir stærð hunda hvort þeir séu hættulegir eða ekki. „Þetta er stenst ekki skoðun. Hvergi í heiminum eru eins miklir fordómar gegn hundum og hér. Annaðhvort er dýrahald leyft eða ekki. Margir minni hundar geta verið meiri djöflar en stóru hundarnir,“ segir Bjarni sem bað um að verða afskráður af biðlistanum eftir að hann rak augun í reglurnar um dýrahald.

„Það sem ég vil leggja áherslu á í þessu máli eru þessir hundafordómar. Ég er með stóra Schäfer-tík og hún er ljúf eins og lamb og hefur aldrei gert neinum neitt. En sjálfur hef ég verið bitinn illa af smáhundi,“ segir Bjarni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum