Handbolti

Ýmir og félagar gerðu jafntefli | Arnór skoraði tvö í stóru tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli í kvöld.
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu gerðu jafntefli gegn Leipzig og Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö fyrir Bergischer er liðið steinlá gegn Wetzlar.

Mikið jafnræði var með liðunum er Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Leipzig. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik, og að honum loknum var staðan 14-13, Ljónunum í vil.

Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og erfitt reyndist að skilja liðin að. Ýmir og félagar voru þó alltaf hálfu skrefi á undan, þangað til að á lokamínútunni þegar gestirnir náðu loksins að jafna og niðurstaðan varð jafntefli, 28-28.

Rhein-Neckar Löwen situr nú í fimmta til áttunda sæti með 13 stig, tveimur stigum meira en Leipzig sem situr í 12. sæti.

Leikur Bergischer og Wetzlar bauð hins vegar ekki upp á jafn mikla spennu. Arnór Þór og félagar í Bergischer skoruðu einungi fimm mörk í fyrri hálfleik gegn 12 mörkum gestanna og úrslitin nánast ráðin.

Seinni hálfleikur var mun jafnari en að lokum fóru gestirnir með tíu marka sigur, 17-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×