Ekki öfundsverð staða hjá Liverpool (myndskeið)

Ozan Kabak, miðvörður­inn ungi sem gekk til liðs við Liverpool á láni frá Schalke í byrjun mánaðarins, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í sínum fyrstu leikjum og var hann óöruggur í 2:0-sigri liðsins gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Þetta er ekki öfundsverð staða, þótt það sé frábært fyrir hann að komast til Liverpool,“ sagði Gylfi Einarsson við þá Tómas Þórð Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson í þættinum Völlurinn á Símanum Sport.

„Hann kemur inn í vægast sagt erfiða stöðu hjá Livepool,“ bætti Bjarni Þór við en honum er ætlað að leysa af hólmi menn á borð við Virgil van Dijk. Umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert