Vorum of brothættir í dag

Stuðningsmenn ÍA hætta aldrei.
Stuðningsmenn ÍA hætta aldrei. Kristinn Magnússon

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var svekktur þegar blaðamaður mbl.is talaði við hann eftir 0:4 tap gegn Val á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. 

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn góður, við svöruðum mörgu sem við vorum ósáttir með úr Blika leiknum í honum. Við hefðum getað verið 1:0 yfir í fyrri hálfleik en fengum mark beint í andlitið á loka sekúndum fyrri hálfleiks.“

„Eftir annað markið hjá Val riðlaðist okkar leikur og Valsarar nýttu það. Liðið var of brothætt í dag, við annað markið fórum við að bjóða upp á svæði og pláss sem maður má ekki gera gegn Val.“

Aðspurður að því hvað þurfi að breytast hjá liðinu hafði Jón Þór þetta að segja: „Við þurfum að setja þennan leik í reynslubankann og sem lið þróast í þessum atriðum. Við getum ekki brotnað eins og við gerðum við annað markið og fara að gera hlutina sitt í hvoru lagi. Við þurfum að læra af þessu, þroskast og þróast sem lið.“

ÍA fær KA í heimsókn næsta sunnudag. 

„Við megum búast við hörkuleik á sunnudaginn. Við mætum enn einu liði sem hefur verið að ná í frábær úrslit og er taplaust. Ég á von á hörkuleik upp á Skaga með okkur æðislegu stuðningsmönnum.“

Jón Þór Hauksson svekktur eftir leik.
Jón Þór Hauksson svekktur eftir leik. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert