Giroud og Lewandowski leiða línurnar

Frakkarnir Olivier Giroud og Kylian Mbappe fagna marki þess fyrrnefnda …
Frakkarnir Olivier Giroud og Kylian Mbappe fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum gegn Ástralíu. Þeir eru báðir á sínum stað gegn Póllandi. AFP/Franck Fife

Byrjunarliðin í leik Frakklands og Póllands, á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar, sem hefst klukkan 15 að íslenskum tíma eru klár. 

Frakkar tefla á ný áþekku liði frá fyrstu tveimur leikjum þeirra í mótinu. Alls gera þeir níu breytingar frá 0:1 tapinu gegn Túnis en Didier Deschamps kaus að hvíla sína lykilmenn í þeim leik. 

Pólverjar gera tvær breytingar á sínu liði frá 0:2 tapinu gegn Argentínu. Hinn 20 ára gamli Jakub Kaminski kemur inn sem og Sebastian Szymanski fyrir Karol Swiderski og Krystian Bielik. 

Framherjinn Arkadiusz Milik, leikmaður Juventus, situr sem fastast á bekknum en hann hefur aðeins byrjað einn leik á mótinu, gegn Sádi-Arabíu. 

Byrjunarliðin í heild sinni:

Frakkland: (4-3-3)
Mark: Hugo Lloris
Vörn: Jules Koundé, Raphael Varane, Dayot Upamecano, Theo Hernández
Miðju: Aurélien Tchouaméni, Antoine Griezmann, Adrien Rabiot
Sókn: Ousmane Dembélé, Oliver Giroud, Kylian Mbappé

Pólland: (4-5-1)
Mark: Wojciech Szczesny
Vörn: Matty Cash, Kamil Glik, Jakub Kiwior, Bartosz Bereszynski
Miðju: Jakub Kaminski, Piotr Zielinski, Grzegorz Krychowiak, Sebastian Szymanski, Przemyslaw Frankowski
Sókn: Robert Lewandowski

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert