„Rándýr í hvítum læknasloppi“

Skjámynd úr myndbandi.

Fyrrverandi kvensjúkdómalæknir í New York-borg sem hafði verið sakaður um að hafa ráðist á tugi kvenna, þar á meðal eiginkonu fyrrverandi forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna, var í dag fundinn sekur um kynferðisofbeldi.

Hinn 64 ára gamli Robert Hadden var dæmdur fyrir að hafa tælt sjúklinga til að ferðast á milli ríkja til þess að koma í rannsóknir á Manhattan-eyju. Þar braut hann á þeim kynferðislega.  

„Robert Williams var rándýr í hvítum læknasloppi,“ sagði í yfirlýsingu Damian Williams saksóknara eftir að dómur um sekt Hadden féll í dag.

Áratuga fangelsisvist gæti beðið Hadden

„Árum saman tældi hann konur til sín, sem leituðu sér læknishjálpar, til þess að brjóta á þeim kynferðislega,“ bætti saksóknarinn við.

Þá var Hadden, sem hefur ekki starfað sem læknir síðan 2012, sakfelldur í fjórum liðum í kjölfar réttarhalda fyrir alríkisdómstóli á Manhattan. Hver ákæra gæti varðað allt að 20 ára fangelsi.

Brotin framin á árunum 1990-2012

Hadden er sakaður um að hafa brotið á konum á árunum 1990 til 2012. Ein kvennana sem lenti í klóm Hadden var Evelyn Yang, eiginkona tæknifrumkvöðulsins Andrew Yang, sem bauð sig fram til forseta árið 2016.

Í janúar árið 2000 sagði Evelyn Yang við CNN að hún hefði orðið fyrir árás af hendi Hadden árið 2012 þegar hún var komin sjö mánuði á leið með sitt fyrsta barn og hefði í fyrstu ekki einu sinni sagt eiginmanni sínum frá því.

Þá hafði hann árið 2016 verið dæmdur sekur í tveimur ákærum í héraði fyrir að hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi en hann komst hjá fangelsun með því að semja við ákærendur. Samkvæmt því samkomulagi missti hann læknaleyfið og var skráður kynferðisbrotamaður, en þó á lægsta stigi þess skala.

Samið um skaðabótabætur

Á síðasta ári tilkynnti Irving heilbrigðisstöð Columbia háskólans (CUIMC) að samið hefði verið við 147 sjúklinga sem hefðu verið hjá Hadden upp á 165 milljón dali. Sú sátt kom eftir að Columbia tilkynnti um 71,5 milljóna dollara samning sem náðist árið 2021 milli sjúkrahúsa háskólans og 79 sjúklinga Hadden sem nutu aðstoðar annars lögfræðings.

Talsmenn Columbia háskólans hafa sagt að undanfarinn áratug hafi fæðingar- og kvensjúkdómadeildin endurskoðað gildandi stefnu og aukið fjármagn til að auka öryggi sjúklinga.

Dómur mun falla í máli Hadden þann 25. apríl næstkomandi.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert