Sameina þrjár prentsmiðjur

Þrjár prentsmiðjur hafa sameinast undir nafni Litrófs. Um er að ræða prentsmiðjurnar GuðjónÓ, Prenttækni og Litróf. Áður hafði Litróf keypt bókbandsvinnustofuna Bókavirkið og er því með alla framleiðslulínu við bókagerð.

Litróf hefur verið rekið á sömu kennitölunni í 77 ár, en fyrirtækið var stofnað árið 1943. „Með sameiningunni við GuðjónÓ og Prenttækni erum við fyrst og fremst að bæta reksturinn enn frekar og tryggja áfram góða alhliða prentþjónustu fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Konráð Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Litrófs, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK