Ráðherra skipar í stjórn Kríu

Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi Northstack, er formaður stjórnar.
Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi Northstack, er formaður stjórnar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað í stjórn Kríu – nýs sprota- og nýsköpunarsjóðs sem settur hefur verið á laggirnar.

Stjórnin er skipuð til fjögurra ára og í henni sitja:

Ari Helgason fjárfestir
Eva Halldórsdóttir lögmaður
Hildur Sverrisdóttir aðstoðarmaður Þórdísar
Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi Northstack og ráðgjafi, formaður stjórnar
Pétur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medica

Sjóðurinn Kría var stofnaður með lögum í fyrraSjóðurinn er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og heyrir undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hlutverk Kríu er að fjárfesta í sérhæfðum fjárfestingarsjóðum svokölluðum vísisjóðum sem sjálfir fjárfesta í nýskapandi sprotafyrirtækjum, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert