Ísland í 62. sæti á FIFA-listanum

Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 62. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og fellur um tvö sæti frá því í september. 

Íslenska liðið var í 46. sæti í upphafi árs og hefur því fallið niður um sextán sæti á árinu. 

Besta staða liðsins frá upphafi á listanum er 18. sæti en sú versta er 131. sæti. 

Belgía er í efsta sæti listans, Brasilía í öðru sæti og Frakkland í þriðja sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert