Þrjú teymi valin til að hanna göngugötur

Þrjú teymi hafa verið valin til að taka þátt í …
Þrjú teymi hafa verið valin til að taka þátt í mótun gönguhluta Laugavegar, Vegamótastigs og Skólavörðustígs. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Þrjú teymi hafa verið valin til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  

Segir í tilkynningunni að teymin komi til með að hanna götuna í samvinnu við samræmingarhönnuð verkefnisins 9 skref, DLD – Dagný Land Design ásamt því sem M/studio heldur utan um hönnunarspretti og samráð við hagsmunaaðila göngugatnanna. 

Fjórtán umsóknir bárust 

Óskað var eftir þverfaglegum þriggja manna teymum í október síðastliðnum. Alls bárust fjórtán umsóknir og þrjú teymi voru valin úr þeim hópi. Teymin þrjú munu nú hanna níu svæði göngugötunnar og segir í tilkynningunni að vonast  til að framkvæmdir geti hafist á einhverjum hlutum götunnar í lok sumars. 

Svæðin 9 sem um ræðir.
Svæðin 9 sem um ræðir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

„Tilgangurinn með verkefninu 9 skrefum er að skipta niður svæðunum og framkvæmdum svo sem minnst rask hljótist af framkvæmdunum og skrefin séu unnin í sátt við nærumhverfið. Lögð verður áhersla á að staðarandi og leikgleði fái að njóta sín. Hugað verður sérstaklega að lausnum er varða aðgengi allra, gróðurvæðingu, útfærslu götugagna og lýsingu.“ Segir í tilkynningunni.  

Hönnunarteymin sem urðu fyrir valinu: 

  • Baldur Helgi Snorrason – Arkitekt, Nils Wiberg – Gagnvirkni- og upplifunarhönnuður og Jóhann Sindri Pétursson – Landslagsarkitekt. 
  • Ragnhildur Skarphéðinsdóttir – Landslagsarkitekt, Elín Hansdóttir – Myndlistarmaður og  Kristján Kristjánsson – Lýsingarhönnuður. 
  • Karl Kvaran – Arkitekt og skipulagsfræðingur, Lilja Kristín Ólafsdóttir – Landlagsarkitekt og Sigurður Árni Sigurðsson – Myndlistarmaður. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert