Fimmta markið í Frakklandi

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark Le Havre gegn frönsku …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark Le Havre gegn frönsku meisturunum. Ljósmynd/Le Havre

Berglind Björg Þorvaldsdóttir var á skotskónum fyrir Le Havre þegar liðið heimsótti Frakklandsmeistara Lyon í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 5:1-sigri Lyon en Berglind minnkaði muninn fyrir Le Havre á 22. mínútu í stöðunni 2:0.

Berglind Björg lék allan leikinn með Le Havre, líkt og Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir í liði Le Havre en Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Lyon þar sem hún er barnshafandi.

Berglind Björg hefur skorað fimm mörk í Frakklandi á tímabilinu, ásamt því að leggja upp eitt mark í fjórtán leikjum með Le Havre en liðið er í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með 5 stig eftir 18 leiki, sex stigum frá öruggi sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert