Haukar mæta Fjölni í úrslitaleik

Bríet Sif Hinriksdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir eigast við á Hlíðarenda …
Bríet Sif Hinriksdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir eigast við á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Haukar mæta Fjölni í úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, en Hafnfirðingar unnu níu stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.

Leiknum lauk með 68:59-sigri Hauka en Valskonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 68:59.

Haukar mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleikinn, leiddu með þremur stigum fyrir fjórða leikhluta 47:44, og unnu að lokum öruggan sigur.

Helena Sverrisdóttir var frábær gegn sínum gömlu liðsfélögum, skoraði 16 stig og tók tíu fráköst, og þá skoraði Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12 stig.

Ameryst Alston átti stórleik í liði Vals og skoraði 34 stig, ásamt því að taka ellefu fráköst.

Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn kemur, 18. september, í Smáranum í Kópavogi.

Gangur leiksins:: 4:4, 6:12, 6:12, 14:12, 16:17, 19:20, 21:22, 28:26, 35:30, 37:34, 38:40, 44:47, 44:52, 51:60, 57:65, 59:68.

Valur: Ameryst Alston 34/11 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 11/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/10 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 2, Sara Líf Boama 1/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 5 í sókn.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Haiden Denise Palmer 7/10 fráköst/6 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Lovísa Björt Henningsdóttir 3/6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 1.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert