Íslenski boltinn

Vestri vann sinn fyrsta sigur á tíma­bilinu

Aron Guðmundsson skrifar
Vestramenn fagna einu marka sinna í dag
Vestramenn fagna einu marka sinna í dag Vísir/Skjáskot

Vestri vann í dag sinn fyrsta leik á tímabilinu í Lengjudeild karla er Njarðvík kíkti í heimsókn á Olísvöllinn á Ísafirði. Lokatölur 2-0 sigur Vestra.

Fyrir leik dagsins sátu Vestramenn í ellefta og næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar og án sigurs með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Njarðvíkingar, sem eru nýliðar í deildinni, sátu hins vegar í 7. sæti með fimm stig.

Gestirnir frá Njarðvík urðu fyrir áfalli strax á 18. mínútu í leik dagsins þegar að Robert Blakala, markvörður liðsins, gerði sig sekann um afar slæm mistök er hann greip boltann utan vítateigs.

Blakala fékk að launum rautt spjald og þurfu Njarðvíkingar þá að reyna plumma sig einum leikmanni færri.

Vestramenn gengu á lagið og á 35. mínútu kom Ibrahima Balde heimamönnum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu.

Tæpum níu mínútum síðar tvöfaldaði Benedikt Warén forystu heimamanna, einnig með marki sem átti aðdraganda sinn í hornspyrnu.

Reyndist þetta lokamark leiksins og er Vestri því komið almennilega á blað í Lengjudeildinni þetta tímabilið með sínum fyrsta sigri.

Sigur Vestra sér til þess að þeir jafna Njarðvík og ÍA að stigum og liðið lyftir sér þar með einnig úr fallsæti.

Þessi þrjú lið eru öll með fimm stig eftir fyrstu fimm umferðirnar og sitja í sætum sjö til níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×