Hyggjast vefa einn kílómetra

Konur af Mapuche-ættbálkinum í borginni Temuco í Chile búa sig nú undir það hannyrðastórvirki að vefa rúmlega eins kílómetra langan dúk og freista þess að setja þannig nýtt heimsmet, en núverandi met í lengd vefnaðar er samkvæmt heimsmetabók Guinness akkúrat einn kílómetri.

Munu 500 vefarar spreyta sig á þessu metnaðarfulla verkefni, sem fram fer í febrúar, en við undirbúninginn nú kanna 120 konur hvort verkið sé vinnandi vegur.

Takist konunum ætlunarverk sitt verður það ekki aðeins fyrsta heimsmet Mapuche-fólksins, heldur einnig fyrsta heimsmet nokkurs ættbálks á suðurhveli jarðar, svo til mikils er að vinna.

Mapuche-fókið talar eigið tungumál og er borgin Temuco með sína 260.000 íbúa helsta aðsetur þess og menningarsetur, en í fyrndinni dreifðist ættbálkurinn einnig til Argentínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert