Næsta glíma er gegn Ólympíumeisturunum

Nikola Karabatic er enn á ný mættur á stórmót með …
Nikola Karabatic er enn á ný mættur á stórmót með Frökkum en hann hefur leikið með landsliðinu í tvo áratugi. AFP

Í síðasta leik mætti Ísland heimsmeisturunum á EM í handknattleik í Búdapest og í dag mætir liðið ólympíumeisturunum. Frakkland er næsti andstæðingur Íslands á EM en Frakkar hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa í mótinu.

Í fyrstu umferðinni í milliriðlinum unnu þeir Hollendinga með tíu marka mun en Hollendingar hafa lent í vandræðum vegna kórónuveirunnar eins og Íslendingar og Króatar. Frakkland og Danmörk eru nú með fjögur stig en Ísland er með tvö stig. Það mætti setja dæmið þannig upp að Ísland þyrfti að ná einhverju út úr leiknum í kvöld til að missa ekki Dani og Frakka frá sér.

Í ljósi þeirra áfalla sem dundu yfir hjá íslenska liðinu er ljóst að erfitt verður að leggja Frakka að velli að þessu sinni. Flott frammistaða gegn Dönum gefur þá von um að íslenska liðið geti þá einnig náð fram jöfnum leik gegn Frökkum ef allt gengur upp.

Frakkar burstuðu Úkraínumenn í riðlakeppninni með þrettán marka mun en hinir tveir leikirnir voru öllu jafnari. Þá unnu þeir Króata með fimm marka mun og Serba með fjögurra marka mun. Hér er rétt að taka fram að Króatar eru ekki jafn sterkt lið nú og handboltaunnendur eiga að venjast en í þeirra herbúðum var kórónuveiran farin að hreiðra um sig í undirbúningi liðsins fyrir EM.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert